29 desember 2003

Minnz er kominn aftur ,,til byggða" eins og sumir jólasveinar vilja orða það. Kom á réttum tíma á laugardaginn. Er búin að vera með einhverja flensupest í mér síðan ég kom suður og hef bara látið lítið fyrir mér fara. Mætti samt í vinnu í morgun og var náttla send í sendiferð þegar aðalveðrið var að ganga yfir. En það kemur sér stundum vel að hafa lært að keyra í snjó og ég fór þetta örugglega. Reyndar ekki á mínum bíl - hann er ekki alveg hannaður fyrir akstur í snjó. Það hafa svo verið lítil afköst í vinnunni í dag. Við vorum öll út í glugga að hlægja að liðinu sem var að reyna að komast inn og út úr bílastæðinu hérna. Sérstaklega að einum kalli sem þóttist vera svaka góður á stórum og flottum jeppa. Ætlaði að hjálpa einni konu að losa sinn bíl. Svo pikkfesti hann stóra jeppann sinn - og var ekkert svakalega stór kall þá, hehe. En það var alveg að sanna sig í dag að Reykvíkingar kunna ekkert að keyra í snjó.

Annars hafði ég það bara gott yfir jólin. Var í góðu yfirlæti hjá henni ömmu. Ég fór svo á djammið með Hrafnhildi og Ellu á annan í jólum. Það var svaka stuð. Ég fékk svo margt fallegt í jólagjöf og segi bara takk fyrir mig. Ég verð samt að fá að nefna eitt - sem dæmi um hugmyndaauðgina sem er í fjölskyldunni minni og líka sem dæmi um það hvað fjölskyldan mín virðist tala sig mikið saman um jólagjafir. Ég fékk nefnilegast ÞRJÁ handþeytara í jólagjöf. En tveimur verður skipt í eitthvað annað sem mig vantar..

En jæja, ég man ekkert hvað ég ætlaði að röfla hérna meira. Skrifa meira einhvern tíman seinna þegar ég verð í stuði til þess.

Engin ummæli: