13 desember 2004

Þá eru bara tvö próf eftir. Enskt mál og málnotkun á morgun og mér hefur gengið alveg herfilega að læra fyrir það. Ég finn mér bókstaflega allt annað að gera en að læra. Ég er búin að skrifa öll jólakortin og pakka inn þeim gjöfum sem ég er búin að kaupa. Er samt ekki farin að þrífa, ætli ég geri það ekki fyrir seinasta prófið :p Ég vona samt að ég klúðri ekki prófinu!

Sú sem er með húsfélagið hérna var að biðja mig um að skrifa greinargerð um það ónæði sem er af kallinum við hliðina á mér. Allir eiga svo að skrifa undir hana og henni verður skilað til Félagsþjónustunnar. Vonandi ýtir það undir að kallinn komist að á elliheimili, fái einhverja hjálp og ég losni við hann!!! Gott fyrir alla, right!

Engin ummæli: