Haldiði að við Agga höfum ekki farið í sund áðan - og við syntum og allt!! Allt of langt síðan við höfum gert það. Við ætluðum svo á Vegamót að fá okkur eitthvað gott að borða en þar var allt fullt svo við fórum á Brennsluna. Langt síðan ég hef farið þangað. Þar var bara allt tómt! Á laugardagskvöldi! Ég hef varla séð Brennsluna tóma á mánudagskvöldi en það er nú önnur saga. Við kíktum svo heim til mín að horfa á vídeó en nei þá dó bara sjónvarpið hennar Agnesar! Við tókum það bara sem hinti um að við ættum bara að fara að sofa núna en þá er eitthvað lítið fífl að bora og bora í stigaganginum hjá mér! Eftir miðnætti!! Ég bíð spennt eftir að hann hætti svo ég geti farið að sofa!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli