16 desember 2004

Ég er búin í prófunum!!!!!!!

Og fyrsta einkunin er meira að segja komin inn! Ótrúlegt en satt. Íslenskukennararnir eru svona duglegir. Ég fékk 8,5 - og markmiðið mitt var einfaldlega að ná þar sem þetta var ekki mitt sterkasta fag svo að ég er mjög sátt :)

Ég mætti hins vegar ósofin í Enskt mál og málnotkun þar sem nágranni minn var á ferðinni alla nóttina. Mér gekk samt ágætlega í prófinu þó svo ég væri alveg að sofna ofan í prófblaðið. Ég þarf svo bara að bíða og sjá hvort ég hafi nokkuð klúðrað þessu.

Í morgun kláraði ég svo prófin, tók heimapróf í menningu og þjóðlífi í enskumælandi löndum. Það gekk ágætlega en það var skrýtið að taka svona heimapróf. Maður veit að kennarinn gerir meiri kröfur og maður reynir einhvern vegin að gera betur. Ég hefði verið miklu fljótari að taka bara venjulegt próf, en það verður gaman að sjá hvað ég fæ.

Seinustu daga hef ég svo verið á þvælingi með henni ömmu minni. Er búin að gera allt fyrir jólin nema þrífa svo nú verður djammað á helginni og slappað af yfir hátíðarnar :)

Engin ummæli: