Ég er búin að vera uppfull af hugmyndum til að skrifa um hérna en um leið og ég kveiki á tölvunni gleymist allt og ég er uppfull af siðfræðikenningum Kant og Mill. Ég gæti haldið úti massa rökræðum um nytjastefnuna og siðfræðilögmál Kants hérna en ég efast um að einhver hafi áhuga á því. Það er sem sagt siðfræðipróf á mánudaginn og minnz er bara að læra. En núna er Alias í sjónvarpinu og þá er sko heilög stund!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli