10 desember 2004

Ég er alveg heavy pirruð núna. Ég bý við hliðina á kalli sem er gamall róni og löngu búinn að drekka frá sér allt vit. Ofan á allt annað er hann víst kominn með alzheimer svo ekki bætir það úr skák. Herbergið mitt liggur upp að íbúðinni hans þannig að þegar hann tekur tarnir og vakir heilu og hálfu næturnar með tilheyrandi látum get ég ekki sofið. Fyrir utan það hef ég getað leitt kallinn að mestu hjá mér þó svo hann berji reglulega á dyrnar hjá mér og reyni að komast inn til þess að skammast út af einhverjum hlutum sem eru aðeins til í hausnum á honum og ég er löngu hætt að reyna að skilja. Fyrst fór ég til dyra og svona þegar hann barði á hurðina en ef maður hunsar hann hættir hann venjulega fljótlega - þó svo hann eigi það til að berja á hurðina heilt kvöld eins og í seinustu viku. Allavegana, kallinn hefur verið ansi hress svo ekki sé nú meira sagt undanfarnar vikur og seinustu viku hef ég varla náð að sofa heila nótt.

Loksins svo þegar kallinn fer að þegja og hafa hægt um sig þá tekur kellingin fyrir neðan mig upp á því að vakna klukkan sex og stilla helv.... útvarpið í botn. Ég var því vöknuð klukkan sex í morgun og náði ekki að sofa dúr eftir það. Mér er alveg sama þó svo að umgengnisreglur í fjölbýlishúsum segi að hávaði sé leyfilegur eftir 7 á morgnana á virkum dögum, mér finnst það andskotans dónaskapur að hafa allt í botni á þeim tíma. Núna dreymir mig bara um einbýlishús á afskekktum stað þar sem ég get sofið í friði.

Engin ummæli: