Ég var í tíma í English Structure and Use áðan. Kennarinn minn þar kemur frá Kanada og við fáum oft að heyra áhugaverð viðhorf frá honum um Íslendinga. Í morgun kom Sex and the City í umræðuna og útlendingarnir tveir í tímanum (kennarinn og stelpa frá Finnlandi) sögðu okkur hinum að þeir þættir sýndu ideal íslenskan raunveruleika að þeirra mati. Þetta kom nú flatt upp á okkur Íslendingana í bekknum en hvað finnst fólki? Er Sex and the City bara ýkt útgáfa af íslenskum raunveruleika????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli