24 mars 2005

Þá er komið að því að flytja út úr íbúðinni í Bólstaðarhlíðinni. Ég get ekki neitað því að það komu upp blendnar tilfinningar í gær þegar ég settist niður áður en ég fór að sofa til að rifja upp síðasta eina og hálfa árið. Mér hefur liðið vel þarna og ég á margar góðar minningar og náttla aðrar ekki eins góðar. Það er búið að vera skrýtið að pakka öllu dótinu sínu í kassa án þess að vita nokkuð um hvert framhaldið verður. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki yfir mig spennt að flytja aftur heim til mömmu.

Ég er samt sátt við það að vera að flytja. Það er kominn tími á að jarða ákveðna hluti og taka á móti nýjum. Það er kominn viss spenningur í mig að geta byrjað upp á nýtt á nýjum stað. Kannski byrjar maður upp á nýtt með einum gömlum og góðum - hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Ég er allavegana tilbúin til að takast á við það sem liggur í framtíðinni minni, jafnvel þó svo það þýði dvöl á Hótel Mömmu um óákveðinn tíma.

Engin ummæli: