Æfingakennslan er búin!!!!!!!!!!
Þetta gekk allt vel og ég fékk fína umsögn sem ég er mjög sátt við. Dagurinn í dag, sem átti að vera sá léttasti, var hins vegar sá erfiðasti. Við Ása ákváðum að leyfa púkunum að föndra eitthvað létt svo ég fór til Öggu í leit að hugmyndum. Þar fékk ég páskaunga sem átti að vera öfga létt að gera og í stuttu máli sagt var Öggu blótað í sand og ösku í morgun. Það var svo sem rétt að það var ekkert voðalega flókið að gera þennan unga en að aðstoða með 23 útgáfur var meira en að segja það. Við bölvuðum báðar í hljóði og vorum fúlar út í sjálfar okkur fyrir að hafa ekki bara látið þau lita. En þetta hafðist og verður vonandi í seinasta skiptið sem ég þarf að vesenast í páskaföndri!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli