05 mars 2005

Minnz er ekki lítið þreyttur núna. Ég vakti í nótt til að horfa á tímatökuna í formúlunni og þær voru vægast samt skemmtilegar. Ég er að fara í afmæli til Gubba frænda í kvöld og þyrfti eiginlega að stelast heim til að horfa á seinnihluta tímatökunnar :P En við sjáum til með það, kannski verður Gubbi sniðugur og hefur sjónvarp þarna svo maður geti fylgst með.

Annars snýst allt um æfingakennsluna þessa dagana. Hún byrjar á mánudaginn og þá kenni ég einn stærðfræðitíma. Það er lítil kennsla fyrstu 2 dagana vegna þess að krakkarnir eru að undirbúa leiksýningu sem þau eru með á þriðjudaginn. Það er ágætt, þá höfum við tíma til að undirbúa okkur betur. Ég er líka að undirbúa lífsleikniverkefni sem ég ætla að vinna með þeim. Við Ása ætlum að vera með umræður sem tengjast inn í drengja og stelpnamenningu. Ég kynni svo niðurstöðurnar af þessu og segi frá hvernig gekk í lífsleiknivalinu mínu. Þetta verkefni tengist þeim kúrs samt ekkert, kennarinn var bara svona ánægður með mig og bað mig um að vera gestafyrirlesara :) Gaman að því.

Svo er líka mikið að gera í lífsleiknivalinu fram að páskum. Í næstu viku verða 2 gestafyrirlesarar, það verður fjallað um stelpnamenningu og fíkniefnaforvarnir. Held að það verði öfga gaman. Fyrir þá sem vilja kynna sér stelpnamenningu og hvernig stelpur leggja í einelti er tilvalið fyrir þá að horfa á Mean Girls og lesa bókina Queen Bees and Wannabees en myndin er einmitt byggð á þessari bók. Ég á ennþá eftir að sjá þessa mynd en þarf að drífa í því fyrir fyrirlesturinn. Það er svo líka búið að setja mér fyrir að horfa á norsku myndina Elling og svo eru tvær bækur á leslistanum hjá mér, Uppvöxtur Litla Trés og Furðulegt háttalag hunds um nótt.

Það er því engin pása frá skólanum þó svo að æfingakennslan sé að byrja. Erum meira að segja komin með heimavinnu til að gera yfir páskana! Ég ætla svo að fara að byrja að pakka niður dótinu mínu og undirbúa flutningana. Markmiðið er að flytja dótið fyrir páska svo ég komist heim í nokkra daga. Það er því nóg að gera fram að páskum svo það er bannað að kvarta undan bloggleysi fram að því!

Engin ummæli: