Jæja, það er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Það var öfga gaman á árshátíðinni. Við vorum reyndar ekki að nenna að fara á ball með Milljónamæringunum og skelltum okkur bara á Sólon. Og sem betur fer hef ég heyrt - Raggi Bjarna og Milljónamæringarnir og Smells like a Teen Spirit.... Doesn't sound good does it.. Ég þurfti svo að vinna á laugardaginn svo það var ansi lágt á mér risið á laugardagskvöldinu.
Á sunnudaginn var ég hins vegar dugnaðarforkur dauðans. Skipti á rúminu, viðraði sængurnar, þvoði sængurfötin og lærði alveg helling! Geri aðrir betur ;) Ég er svo að fara í eins árs afmæli í dag og þarf svo að læra aðeins þegar ég kem heim í kvöld. Á morgun er markmiðið hjá okkur Ásu að klára kennsluverkefnið okkar. Ætlum að kaupa fullt af nammi og drífa í þessu bara. Þegar það er búið er mesta geðveikin búin í skólanum enda æfingakennsla framundan næstu 2 vikurnar. Það verður svo djammað þegar það er búið!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli