Jæja, það er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég er búin að vera að læra undir próf í English Structure and Use II undanfarna daga og það hefur gengið svona upp og ofan. Það er merkilegt alveg hvað maður finnur sér oft bókstaflega allt annað að gera en að læra þegar maður er að fara í próf. Ég er t.d. búin að vera voðalega dugleg að þvo undanfarna daga, þrífa klósettið og skipta á rúminu. Er svona að spá í að fara að ryksuga og skúra í staðin fyrir að fókusera á enskan orðaforða :p Annars er prófatörnin stutt þetta vorið, ég fer í fyrsta prófið 2. maí og seinna prófið, sem er í íslenskukennaranum, 9. maí.
Þar á ég eftir að lesa slatta og hef fyrir utan það afar takmarkaðan áhuga á efninu þannig að ég ætla að skella mér vestur í smá dekstur til ömmu og læra þar. Þetta hlýtur að fara inn með vestfirska sjávarloftinu! Svo er farið að styttast í að ég fari út líka þannig að það verður lítið skrifað hérna inn fyrr en um miðjan maí. En jæja, ég á víst að vera að skoða þessa blessuðu enskubók, best að fara að læra eitthvað.
30 apríl 2005
27 apríl 2005
Nú er fokið í flest skjól. Hann Pétur bara farinn að drekka bjór!! Og það í einrúmi! Hvað verður eiginlega næst??
Ég verð að kommentera á eitt sem hefur verið í umræðunni, að seinka sýningu Strákanna á Stöð 2 á kvöldin. Þessu er ég nefnilegast alveg sammála. Ég hef svo sem ágætlega gaman af þeim þó svo ég nenni sjaldan að horfa á þá og ekki vil ég láta ritskoða þá. En málið er að allt niður í 4-5 ára börn fóru að horfa á þá eftir að þátturinn var færður yfir á Stöð 2 og þó svo að ágætlega stálpaðir krakkar viti það að maður apar ekki alla vitleysu eftir sjónvarpinu þá er ekki hægt að segja það sama um yngstu púkana. Vissulega er það á ábyrgð foreldra hvað börnin horfa á og það er alltaf hægt að segja upp Stöð 2 eða bara slökkva á sjónvarpinu. En fólk er hins vegar fífl og það verða alltaf einhver börn sem eiga foreldra sem höndla ekki að hugsa um velferð þeirra. Það eru þau börn sem koma verst út úr þeim áhrifum sem svona þættir geta haft og þá er það samfélagsleg ábyrgð okkar hinna að gera allavegana það sem við getum til að stuðla að velferð þeirra.
Að mínu mati er það siðferðileg skylda Stöðvar 2 að færa þessa þætti til í dagskránni. Það firrar þá ekki ábyrgð að segja rétt áður en þú gerir eitthvað ótrúlega heimskulegt að áhorfendur eigi ekki að reyna þetta heima. Þegar ég var í æfingakennslunni um daginn var það vandamál á skólalóðinni að eldri strákar voru að mana 6-7 ára púka til að fara í sleik gegn greiðslu. Bein áhrif frá strákunum og þetta er bara eitt dæmi. Sumum finnst það kannski saklaust en mér finnst ekki að 6-7 ára púkar eigi að vita hvað það er yfirhöfuð að fara í sleik. Það á að leyfa börnum að vera börn og ef það á að sýna þeim fíflagang þeim til skemmtunar þá á það allavegana að vera fíflagangur sem hæfir þeirra þroskastigi. En ætli það verði ekki beðið eftir því að einhver börn stórskaði sig við áskoranir eða að eitthvað annað alvarlegt gerist áður en þátturinn verður færður til.
Birt af Erla Perla kl. 10:23 f.h. 0 skilaboð
26 apríl 2005
Tvær vikur í Finnlandsferð og þrettán dagar í próflok!! I can't hardly wait!
Svo eru 93 dagar í þjóðhátíð - svakalega hlakka ég til!!
Á þjóðhátíð ég fer
þá feikna gaman er ;) ;)
Birt af Erla Perla kl. 4:06 e.h. 0 skilaboð
22 apríl 2005
Ég er óttalegur gullfiskur og nota dagbókina í símanum mínum til að minna mig á nánast allt sem ég þarf að gera. Svo nota ég símann líka sem vekjaraklukku svo hann er mikið þarfaþing. Í morgun vaknaði ég við símann eins og alltaf en var ekki alveg með fulle fem þegar ég var að snooza. Ég leit á skjáinn og þar stóð ,,hringir" og um leið og ég snéri mér á hina hliðina fór ég að hugsa um hvaða fjandans hringi ég hafi ætlað að taka með mér í skólann í dag. Þegar ég var búin að snooza nokkrum sinnum og var ekki enn þá farin að skilja hvaða hringi ég átti að taka með mér fór heilinn að vakna og ég fattaði að þetta var bara vekjaraklukkan....
Þegar ég fór svo fram sá ég eitthvað hreyfast í lausu lofti inn í eldhúsi. Þetta var ekki fluga svo ég manaði mig til að kíkja nær og sjá hvað þetta var. Þá hafði könguló komið inn um gluggan í nótt og var búin að spinna myndarlegan vef yfir eldhúsborðinu. Frekar ógeðslegt! Ég náði bara í flugnaspreyið og drap köngulóna og henti henni í ruslið. Mamma má svo þrífa vefinn!
Ágætis byrjun á deginum sem sagt. Er svo að fara á Robert Plant í kvöld með mömmu. Ég þekki nú lítið af hans eigin lögum en ég vona bara að það verði sem mest af Zeppelin :)
Birt af Erla Perla kl. 11:49 f.h. 0 skilaboð
21 apríl 2005
20 apríl 2005
Dagný systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með daginn elskan mín og hafðu það öfga gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 8:40 f.h. 0 skilaboð
19 apríl 2005
Jæja, þá er það tilkynningaskyldan úr sveitinni. Ég er ekki orðin geðveik enn þá af því að búa á Hótel Mömmu en geðveikin er farin að nálgast eins og óð fluga. Allir að krossleggja fingur um að ég fái íbúð bráðlega!! Til að toppa allt þá bilaði bíllinn minn í seinustu viku. Ég held að hann hafi fundið það á sér að ég var að pæla í að selja hann og viljað mótmæla kröftuglega. Ég fæ hann vonandi af verkstæðinu seinnipartinn á morgun - svona áður en ég verð endanlega geðveik. Ekkert grín að vera bíllaus í sveitinni. En þrátt fyrir öll mótmæli hans litla rauðs míns þá held ég að ég selji hann samt í sumar. Við erum búin að ganga saman í gegnum súrt og sætt en það er kominn tími á að breyta til.
Svo er ofnæmið farið að láta á sér kræla aftur. Ég á tíma hjá ofnæmislækni um miðjan maí og þá kemur vonandi í ljós af hverju hausinn á mér hefur verið við það að springa síðasta árið. Ég er aldrei eins slæm og þegar ég er í vinnunni og ég er farin að halda að ég sé hreinlega með ofnæmi fyrir bókhaldi. Við sjáum hvað læknirinn segi við því.
Birt af Erla Perla kl. 12:21 e.h. 0 skilaboð
14 apríl 2005
Það er eitt sem ég hef alltaf ætlað að pósta hérna inn út af honum Bobby Fischer blessuðum. Ég verð að viðurkenna að mér er slétt saman hvort að kallinn sé hérna eða ekki. Vitanlega fékk hann sérmeðferð en það er bara þannig að það er ekki sama hvort það sé Jón eða Séra Jón sem sækir um ríkisborgararétt og það gildir ekkert bara hér á landi. Það sem ég furðaði mig mest á í þessari Fischer umræðu var hvað ummæli hans um gyðinga virtust fara fyrir brjóstið á landanum. Alveg hefði hann mátt hakka gyðingana meira í spað mín vegna. Ég lærði nútímasögu í 4. bekk í menntó og lærði þar um stofnun Ísraelsríkis og sögu þess síðan. Ég las einnig sjálfsævisögu Simons Wiesenthals sem heitir Réttlæti en ekki hefnd og eftir þann lestur verð ég að viðurkenna það að ég get réttilega verið titlaður sem gyðingahatari. Það er ótrúlegt hvað alþjóðasamfélagið hefur litið fram hjá stríðsglæpum og voðaverkum Ísraelsmanna í nafni helfararinnar. Jú helförin var skelfileg en veitir gyðingum engan vegin rétt til að koma enn verr fram við Palestínumenn en nasistarnir komu fram við þá. Og ef fólk vill sönnun fyrir því bendi ég því að að hafa samband við íslensku þingmennina sem voru í Palestínu um páskana og voru að sýna skelfilegar myndir í fjölmiðlum á sama tíma og Fischer málið var í hámæli.
Mér fannst það hámark kaldhæðninnar þegar þessir þingmenn sýndu hræðilegar myndir í Kastljósinu þar sem fór ekki á milli mála hvað Ísraelsmenn eru að gera þarna niður frá og stjórnendur þess virtust slegnir yfir myndunum. Tveimur dögum seinna spyrja þessir sömu stjórnendur Hrafn Gunnlaugsson hvort að ummæli Fischers um gyðinga trufli hann ekki. Hvernig væri að fólk færi að vakna upp yfir því að gyðingarnir, sem jú var farið illa með í seinni heimsstyrjöldinni en ekki verr en marga aðra minnihlutahópa í Evrópu á þessum tíma, eru að gera skelfilega hluti í heimalandi sínu. Alþjóðasamfélagið væri löngu búið að skipta sér af þessu ef palestínumenn ættu peningana og stjórnmálasamböndin sem gyðingarnir hafa. Ég vona bara að ferð þessara þingmanna verði til þess að Íslendingar fari að beita sér af alvöru fyrir lausn mála í Palestínu og að hægt verði að stöðva mannréttindabrot gyðinga í Palestínu.
Birt af Erla Perla kl. 10:30 f.h. 0 skilaboð
13 apríl 2005
Góður pistill á Deiglunni. Ég mæli með að þið gefið ykkur tíma til að lesa hann.
Birt af Erla Perla kl. 4:09 e.h. 0 skilaboð
12 apríl 2005
Ég bara verð að hrósa nýju auglýsingunum frá Umferðarstofu. Mér finnst þær algjört brill! Ég var reyndar hissa á að sjá þær fyrst en það er sama hvaðan gott kemur, það virðist algjörlega gleymt og grafið í nútímasamfélagi að veggirnir hafi eyru. Það er bara að þeir taki það til sín sem eiga það.
Það er hins vegar farið að styttast í gest númer 16.000 inn á þessa blessuðu síðu mína. Viðkomandi er vinsamlegast beðinn um að kvitta fyrir sig, hver veit hvað manni dettur í hug að gera í tilefni þess ;)
Birt af Erla Perla kl. 5:27 e.h. 0 skilaboð
09 apríl 2005
Það var aldeilis stuð á okkur stöllum í pottinum í gær og við vorum orðnar vel soðnar og hvítvínslegnar þegar við skelltum okkur í bæinn. Þetta vakti vægast sagt mikla lukku og erum við víst aðalumræðuefnið í Byko í dag. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá sumum vinum mínum um myndatökur tók engin af okkur myndavél með og get ég lofað því að það munu ekki birtast myndir hérna á síðunni af þessu uppátæki okkar ;)
Birt af Erla Perla kl. 3:43 e.h. 0 skilaboð
07 apríl 2005
Jæja, ég hef ekkert nennt að vera að skrifa hérna inn. Ég lifi bara ljúfu lífi á hótel mömmu þessa dagana - eða ætti ég að segja húsmæðraskóla mömmu þar sem ég elda nú og vaska og og þvæ og og og.... :P En þetta er ágætt og hefur gengið vel. Mér leiðist samt stundum í sveitinni enda ekki hlaupið að því að skreppa til Öggu eða einhvers annars í heimsókn. Mamma var að kaupa Playstation 2 tölvu til að Kiddi geti leikið sér þegar hann kemur í heimsókn og um daginn leiddist mér svo mikið að ég ákvað að prófa þessa græju. Datt alveg inn í einhvern kappakstursleik og var það bara hin besta skemmtun. Ég hef nú aldrei farið í svona tölvu áður en ég var bara orðin þrusu góð áður en ég fór að sofa, keyrði hina bílana grimmt út. Þarf bara að læra betur á þennan stýripinna :P
En hvað haldiði að ég sé að fara að gera á morgun?! Hann Jói vinur minn hringdi í mig í dag með atvinnutilboð. Að sitja í heitum potti í Byko annað kvöld, sötra bjór og hvítvín og fá borgað fyrir! Það er einhver kynning á amerískum heitum pottum og það vantaði sætar stelpur til að sitja í einum á meðan kynning fer fram. Ég doblaði nokkrar vinkonur mínar með mér og við ætlum að slá þessu upp í kæruleysi og hafa gaman af. Þetta ætti því að verða fróðlegt annað kvöld - meira af því síðar!
Birt af Erla Perla kl. 5:22 e.h. 0 skilaboð
02 apríl 2005
Við Ása fórum á American Style í hádeginu í gær. Ása fékk sér kjúklingasalat og ég ætlaði að ræna mér einum cherry tómat hjá henni áður en við færum. Það gekk hins vegar ekki betur en svo að þegar ég beit í tómatinn þá sprautaðist safinn úr honum yfir Ásu og gluggann bak við hana. Og hún var í hvítum bol. Það er skemmst frá því að segja að hún þurfti að vera í jakkanum það sem eftir lifði dagsins og við vorum í skólanum til 5..... Alltaf sami stællinn á minni....
Birt af Erla Perla kl. 3:08 e.h. 0 skilaboð
01 apríl 2005
Ég fór með Dagnýju systur á fyrirlestur hjá Margréti Pálu í gærkvöldi um Hjallastefnuna og notkun leiks í kennslu. Það var afskaplega áhugaverður fyrirlestur og ég er alveg ákveðin í því að ef ég á eftir að eignast börn þá eiga þau að fara á Hjallastefnuleikskóla. Hún kom með afskaplega fleyga setningu á fyrirlestrinum sem ég held að ætti að vera leiðarljós hvers kennara:
Skóli snýst um nám nemenda en ekki kennslu kennara.
Þetta er eitthvað sem íslenskur grunnskóli hefur alveg tapað niður í samræmdum prófum og aðalnámskrám sem eru allar miðaðar út frá því hvernig kennarinn á að vinna vinnuna sína en ekki hvernig best er fyrir nemandann að læra.
Birt af Erla Perla kl. 10:11 f.h. 0 skilaboð