Nú er fokið í flest skjól. Hann Pétur bara farinn að drekka bjór!! Og það í einrúmi! Hvað verður eiginlega næst??
Ég verð að kommentera á eitt sem hefur verið í umræðunni, að seinka sýningu Strákanna á Stöð 2 á kvöldin. Þessu er ég nefnilegast alveg sammála. Ég hef svo sem ágætlega gaman af þeim þó svo ég nenni sjaldan að horfa á þá og ekki vil ég láta ritskoða þá. En málið er að allt niður í 4-5 ára börn fóru að horfa á þá eftir að þátturinn var færður yfir á Stöð 2 og þó svo að ágætlega stálpaðir krakkar viti það að maður apar ekki alla vitleysu eftir sjónvarpinu þá er ekki hægt að segja það sama um yngstu púkana. Vissulega er það á ábyrgð foreldra hvað börnin horfa á og það er alltaf hægt að segja upp Stöð 2 eða bara slökkva á sjónvarpinu. En fólk er hins vegar fífl og það verða alltaf einhver börn sem eiga foreldra sem höndla ekki að hugsa um velferð þeirra. Það eru þau börn sem koma verst út úr þeim áhrifum sem svona þættir geta haft og þá er það samfélagsleg ábyrgð okkar hinna að gera allavegana það sem við getum til að stuðla að velferð þeirra.
Að mínu mati er það siðferðileg skylda Stöðvar 2 að færa þessa þætti til í dagskránni. Það firrar þá ekki ábyrgð að segja rétt áður en þú gerir eitthvað ótrúlega heimskulegt að áhorfendur eigi ekki að reyna þetta heima. Þegar ég var í æfingakennslunni um daginn var það vandamál á skólalóðinni að eldri strákar voru að mana 6-7 ára púka til að fara í sleik gegn greiðslu. Bein áhrif frá strákunum og þetta er bara eitt dæmi. Sumum finnst það kannski saklaust en mér finnst ekki að 6-7 ára púkar eigi að vita hvað það er yfirhöfuð að fara í sleik. Það á að leyfa börnum að vera börn og ef það á að sýna þeim fíflagang þeim til skemmtunar þá á það allavegana að vera fíflagangur sem hæfir þeirra þroskastigi. En ætli það verði ekki beðið eftir því að einhver börn stórskaði sig við áskoranir eða að eitthvað annað alvarlegt gerist áður en þátturinn verður færður til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli