Jæja, það er nú mest lítið að frétta af þessum bænum. Ég er búin að vera að læra undir próf í English Structure and Use II undanfarna daga og það hefur gengið svona upp og ofan. Það er merkilegt alveg hvað maður finnur sér oft bókstaflega allt annað að gera en að læra þegar maður er að fara í próf. Ég er t.d. búin að vera voðalega dugleg að þvo undanfarna daga, þrífa klósettið og skipta á rúminu. Er svona að spá í að fara að ryksuga og skúra í staðin fyrir að fókusera á enskan orðaforða :p Annars er prófatörnin stutt þetta vorið, ég fer í fyrsta prófið 2. maí og seinna prófið, sem er í íslenskukennaranum, 9. maí.
Þar á ég eftir að lesa slatta og hef fyrir utan það afar takmarkaðan áhuga á efninu þannig að ég ætla að skella mér vestur í smá dekstur til ömmu og læra þar. Þetta hlýtur að fara inn með vestfirska sjávarloftinu! Svo er farið að styttast í að ég fari út líka þannig að það verður lítið skrifað hérna inn fyrr en um miðjan maí. En jæja, ég á víst að vera að skoða þessa blessuðu enskubók, best að fara að læra eitthvað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli