Ég er óttalegur gullfiskur og nota dagbókina í símanum mínum til að minna mig á nánast allt sem ég þarf að gera. Svo nota ég símann líka sem vekjaraklukku svo hann er mikið þarfaþing. Í morgun vaknaði ég við símann eins og alltaf en var ekki alveg með fulle fem þegar ég var að snooza. Ég leit á skjáinn og þar stóð ,,hringir" og um leið og ég snéri mér á hina hliðina fór ég að hugsa um hvaða fjandans hringi ég hafi ætlað að taka með mér í skólann í dag. Þegar ég var búin að snooza nokkrum sinnum og var ekki enn þá farin að skilja hvaða hringi ég átti að taka með mér fór heilinn að vakna og ég fattaði að þetta var bara vekjaraklukkan....
Þegar ég fór svo fram sá ég eitthvað hreyfast í lausu lofti inn í eldhúsi. Þetta var ekki fluga svo ég manaði mig til að kíkja nær og sjá hvað þetta var. Þá hafði könguló komið inn um gluggan í nótt og var búin að spinna myndarlegan vef yfir eldhúsborðinu. Frekar ógeðslegt! Ég náði bara í flugnaspreyið og drap köngulóna og henti henni í ruslið. Mamma má svo þrífa vefinn!
Ágætis byrjun á deginum sem sagt. Er svo að fara á Robert Plant í kvöld með mömmu. Ég þekki nú lítið af hans eigin lögum en ég vona bara að það verði sem mest af Zeppelin :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli