Jæja, þá er það tilkynningaskyldan úr sveitinni. Ég er ekki orðin geðveik enn þá af því að búa á Hótel Mömmu en geðveikin er farin að nálgast eins og óð fluga. Allir að krossleggja fingur um að ég fái íbúð bráðlega!! Til að toppa allt þá bilaði bíllinn minn í seinustu viku. Ég held að hann hafi fundið það á sér að ég var að pæla í að selja hann og viljað mótmæla kröftuglega. Ég fæ hann vonandi af verkstæðinu seinnipartinn á morgun - svona áður en ég verð endanlega geðveik. Ekkert grín að vera bíllaus í sveitinni. En þrátt fyrir öll mótmæli hans litla rauðs míns þá held ég að ég selji hann samt í sumar. Við erum búin að ganga saman í gegnum súrt og sætt en það er kominn tími á að breyta til.
Svo er ofnæmið farið að láta á sér kræla aftur. Ég á tíma hjá ofnæmislækni um miðjan maí og þá kemur vonandi í ljós af hverju hausinn á mér hefur verið við það að springa síðasta árið. Ég er aldrei eins slæm og þegar ég er í vinnunni og ég er farin að halda að ég sé hreinlega með ofnæmi fyrir bókhaldi. Við sjáum hvað læknirinn segi við því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli