Ég fór með Dagnýju systur á fyrirlestur hjá Margréti Pálu í gærkvöldi um Hjallastefnuna og notkun leiks í kennslu. Það var afskaplega áhugaverður fyrirlestur og ég er alveg ákveðin í því að ef ég á eftir að eignast börn þá eiga þau að fara á Hjallastefnuleikskóla. Hún kom með afskaplega fleyga setningu á fyrirlestrinum sem ég held að ætti að vera leiðarljós hvers kennara:
Skóli snýst um nám nemenda en ekki kennslu kennara.
Þetta er eitthvað sem íslenskur grunnskóli hefur alveg tapað niður í samræmdum prófum og aðalnámskrám sem eru allar miðaðar út frá því hvernig kennarinn á að vinna vinnuna sína en ekki hvernig best er fyrir nemandann að læra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli