Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekkert að nenna að blogga um Finnlandsferðina í smáatriðum - enda held ég að það nenni enginn að lesa það ;) Svo hérna koma nokkrir punktar um ferðina:
- Finnar drekka MIKLA mjólk. Ég hef aldrei áður setið og borðað á reykmettaðri krá þar sem helmingur gestanna drakk mjólkurglas með matnum.
- Finnar reykja mikið. Ég held að ég hafi engan hitt sem ekki reykti.
- Í blokkum eru bréfalúgurnar á hurðinni inn í íbúðina þrátt fyrir að stigagangarnir séu læstir. Pósturinn er þá bara með lykil held ég.
- Það eru engir hurðahúnar utan á þessum hurðum. Ekki fræðilegur að opna án lykils...
- Agga þýðir kelling á finnsku... hehe
- Það er lítið af túristum í Helsinki og þetta er draumaáfangastaður þess sem langar að skoða framandi slóðir án þess að hafa allra þjóða kvikindi í kringum sig.
- Finnar blaðra meira í gemsana sína en Íslendingar.
- Þegar maður kaupir bjór á krana fær maður aldrei fullt glas í Finnlandi og litlir bjórar eru ekki til. Maður fær þá bara ennþá minna í glasið...
Látum þetta duga í bili. Það er brjálað að gera í vinnunni og það er víst best að halda áfram...
31 maí 2005
26 maí 2005
Svakalega var leikurinn í gær rosalegur!! Liverpool lá í fyrri hálfleik eins og Ferrari á góðum degi en skiptu svo yfir á McLaren í hálfleik og rúlluðu þessu upp. Hjalti labbaði út í hálfleik og gat ekki horft í þeim seinni - hvað þá á framlenginguna eða vítakeppnina. Hann fór bara út í bíl og hlustaði á Never Walk Alone blessaður. Hehe. En það var gaman á Players og alveg ótrúlegt að sjá svona marga fullorðna karlmenn saman komna hágrátandi og í faðmlögum. En kannski að maður yrði ekkert skárri ef McLaren rúllaði tímabilinu upp og ynni bæði bílasmiðatitilinn og heimsmeistaratitilinn. 7913. Liverpool átti sigurinn allavegana fyllilega skilið :)
Annars er bara allt gott að frétta af þessum bænum, ég er að fara að hafa mig í að blogga um Finnlandsferðina, þetta kemur allt með kalda vatninu ;)
Birt af Erla Perla kl. 11:31 f.h. 0 skilaboð
25 maí 2005
Your Inner European is French! |
Smart and sophisticated. You have the best of everything - at least, *you* think so. |
Birt af Erla Perla kl. 3:43 e.h. 0 skilaboð
20 maí 2005
Já ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að við höfum ekki komist áfram í Eurovision. Við Hrafnhildur horfðum agndofa á atriðið okkar því það var alveg skelfilegt. Búningurinn hennar Selmu var í furðulegum tengslum við Rauðhettu og slökkviliðið og dansararnir voru bara skelfilegir. Ég hefði dáið úr hlátri ef þetta hefði verið eitthvað annað land en við. Í staðinn grét maður yfir því hvað þetta var hræðilega hallærislegt. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að það hafi ekki verið hægt að búa til betra atriði en þetta miðað við mannskapinn sem fór þarna út og miðað við að það átti að gera þetta extra vel af því að það var engin forkeppni. Ég græt eiginlega bara skattpeningana mína sem fóru í að borga fyrir þessa vitleysu.
En ég ætla samt að horfa á morgun og sjá hvort að Noregur vinni ekki. Það er langbesta lagið í keppninni í ár og showið hjá þeim er algjört brill.
Birt af Erla Perla kl. 11:27 f.h. 0 skilaboð
17 maí 2005
Jæja, er mætt á klakann aftur eftir skemmtilega ferð. Var að ganga frá málum við Búseta og fæ íbúðina afhenta í seinasta lagi 22. júní. Nýja íbúðin er staðsett að Miðholti 3 - en í Hafnarfirði ekki í Mosó ;) Þetta er lengst út í rassgati í Hafnarfirði, rétt hjá golfvellinum og ekki langt frá Straumsvíkinni. En íbúðin er hins vegar alveg svakalega flott og ég er alveg viss um að mér eigi eftir að líða vel þarna. Ég verð bara að treysta á það að vinum og vandamönnum finnist ég svo skemmtileg að þeir leggi á sig sveitaferð til að koma í heimsókn ;)
Birt af Erla Perla kl. 2:56 e.h. 0 skilaboð
12 maí 2005
Moi moi frá Finnlandi!
Vid systkinin höfum tad öfga gott og erum búin ad labba midborg Helsinki tvera og endilanga. Vid fórum til Suomenlinna í dag en tad er eyja hérna rétt fyrir utan Helsinki. Tar er gamalt virki sem var adalvarnarstöd Helsinkiborgar fyrr á tímum. Tarna eru gamlar fallbyssur í hverjum vogi og allt tilbúid til varnar ef Rússarnir skildu gera árás. Tetta var öfga fallegt og gaman ad skoda tarna.
Á morgun förum vid til Tallin í Eistlandi og ég hlakka mikid til tess. Vid tökum hradbát tangad snemma í fyrramálid og komum aftur um kvöldmatarleytid á morgun. Annars er Helsinki afskaplega falleg borg og hér er margt ad skoda. Tungumálid er alveg stórfurdulegt og tad er stórgaman ad hlusta á fólkid tala saman. Fjölskyldan hans Rögga hérna er alveg frábaer og tad hefur verid tekid öfga vel á móti mér.
Ég fékk úr einu prófi í dag, Enskukennslu fyrir unga byrjendur, og fékk 8. Ég er hoppandi kát med tad. Svo í gaer tá fékk minnz barasta íbúd hjá Búseta. Loksins! Svo minnz er bara hoppandi gladur og kátur í útlandinu. En ég blogga betur um tad allt tegar ég kem heim og er med íslenskt lyklabord ;)
Bestu kvedjur frá Finnlandi,
moikka
Birt af Erla Perla kl. 5:26 e.h. 0 skilaboð
09 maí 2005
Jæja, þá eru prófin búin þetta vorið og ég er flogin á vit ævintýranna í Finnlandi. Ave :)
Birt af Erla Perla kl. 10:16 e.h. 0 skilaboð
08 maí 2005
Jæja, þá er seinasta prófið í fyrramálið og á hádegi þarf ég officially ekkert að læra fyrr en í haust!!! Ég er svo sem löngu komin út til Rögga bró í huganum og er ekkert að nenna að læra fyrir þetta blessaða próf en það er nú önnur saga. Það verður nóg að gera á morgun við að pakka niður og kaupa allt þetta séríslenska sem ég á að hafa með mér út.
Annars ætla ég að koma mér heim og fara í langt bað og sjá hvort að það sjóðist ekki einhver vitneskja inn í hausinn á mér fyrir morgundaginn. Svo er bara að vakna snemma og renna yfir glósurnar einu sinni enn í fyrramálið.
Já og by the way, mikið ofboðslega var gaman að vera McLaren manneskja í dag. Alveg var ég með hugann við Elvar Stefáns sem hafði svona rosalega góð áhrif á Raikkonen að hann bara vann keppnina - svona fyrst að Elvar mætti. Það hlakkaði líka vel í mér þegar að Schumi datt út og Barri var hringaður. Þeir eiga nú vel inni hjá mér skotin vinir mínir sumir - en þar sem maður á að vera góður við minni máttar þá læt ég skotin nú vera í lágmarki ;)
Birt af Erla Perla kl. 9:28 e.h. 0 skilaboð
06 maí 2005
Þá er fyrsta einkuninn komin inn. Robert var snöggur að fara yfir prófið sem við vorum í í English Structure and Use II á mánudaginn og haldiði ekki bara að mín hafi rúllað prófinu upp. Fékk 9 sem ég er náttúrulega afar sátt við!
Annars er ég á kafi þessa dagana í Íslenskukennslu ungra barna þar sem lestrarnám, ritun og hljóðkerfisvitund skipa stóran sess. Ég hef verið voða dugleg að vakna á morgnana til að læra og tekið mér frekar smá pásu í hádeginu til að fara til ömmu í smá dekur. Ég er nú ekki búin að stíga á vigt síðan ég kom vestur en ég er ekki frá því að fitunartakmörkin séu að nást. Við amma ætlum svo á Thai Koon á eftir og það er eins gott að maturinn sé eins góður og í minningunni ;)
Ég er líka búin að vera að reyna að læra á þetta blessaða ADSL sjónvarp sem pabbi er með. Hérna í Bolungarvík horfir maður á Skjá einn í gegnum svoleiðis tækni. Þetta er búið að vera meira baslið og pabbi er búinn að fá óteljandi símtöl um hvernig eigi að tengja hitt og þetta. Það verður svo fróðlegt að sjá í kvöld hvort ég nái að tengja þetta allt rétt og finna allar erlendu stöðvarnar sem pabbi var að segja mér að hann væri með..
Birt af Erla Perla kl. 4:13 e.h. 0 skilaboð
05 maí 2005
Þá er hún litla systir mín víst orðin stór. Tvítug í dag stelpan. Til hamingju með daginn elskan mín! Vonandi var maturinn vel lukkaður hjá ykkur þó svo að ég væri ekki á svæðinu ;)
Birt af Erla Perla kl. 11:13 e.h. 0 skilaboð
04 maí 2005
Jæja, þá er maður komin á heimaslóðir og það er vægast sagt gott að vera komin heim. Ég var nú ágætlega dugleg að læra í gær eftir að Dísa kom í hádegismat til okkar ömmu. Afskaplega gaman að hitta hana. Ég ætlaði svo rétt að kíkja niðrí skóla í morgun að heilsa upp á fólkið og spjalla aðeins við Steinu en lenti náttúrulega á algjörri kjaftatörn og fór ekki heim fyrr en upp úr hádegi. Kíkti inn í gömlu bekkina mína og það var gaman að sjá liðið aftur. Alveg ótrúlegt hvað þau hafa fullorðnast krakkarnir. Ég ætlaði ekki að þekkja þau öll aftur. Ég náði að vísu ekkert að spjalla við gamla bekkinn minn því þau voru í prófi en við bætum vonandi úr því þegar þau fara í skólaferðalagið seinna í mánuðinum. Þá er planið að reyna að hitta þau á kaffihúsi eða eitthvað svoleiðis og það er bara vonandi að það náist.
En jæja, ég ætla að fara að kíkja til hennar Steinu, hún ætlar að fræða mig enn frekar um hljóðaaðferðina og hljóðkerfisvitund. Sounds exciting doesn't it ;)
Birt af Erla Perla kl. 3:20 e.h. 0 skilaboð
02 maí 2005
Jæja, þá er fyrsta prófið búið. Það gekk bara ágætlega en það var nokkuð þungt. Það verður svo bara að koma í ljós hvað maður fékk. Annars fer ég vestur í fyrramálið og kem aftur suður með seinnipartinn á laugardaginn. Það verður bara legið yfir íslenskunni næstu daga og borðað hjá ömmu ;)
Birt af Erla Perla kl. 6:20 e.h. 0 skilaboð