08 maí 2005

Jæja, þá er seinasta prófið í fyrramálið og á hádegi þarf ég officially ekkert að læra fyrr en í haust!!! Ég er svo sem löngu komin út til Rögga bró í huganum og er ekkert að nenna að læra fyrir þetta blessaða próf en það er nú önnur saga. Það verður nóg að gera á morgun við að pakka niður og kaupa allt þetta séríslenska sem ég á að hafa með mér út.

Annars ætla ég að koma mér heim og fara í langt bað og sjá hvort að það sjóðist ekki einhver vitneskja inn í hausinn á mér fyrir morgundaginn. Svo er bara að vakna snemma og renna yfir glósurnar einu sinni enn í fyrramálið.

Já og by the way, mikið ofboðslega var gaman að vera McLaren manneskja í dag. Alveg var ég með hugann við Elvar Stefáns sem hafði svona rosalega góð áhrif á Raikkonen að hann bara vann keppnina - svona fyrst að Elvar mætti. Það hlakkaði líka vel í mér þegar að Schumi datt út og Barri var hringaður. Þeir eiga nú vel inni hjá mér skotin vinir mínir sumir - en þar sem maður á að vera góður við minni máttar þá læt ég skotin nú vera í lágmarki ;)

Engin ummæli: