Já ég get ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að við höfum ekki komist áfram í Eurovision. Við Hrafnhildur horfðum agndofa á atriðið okkar því það var alveg skelfilegt. Búningurinn hennar Selmu var í furðulegum tengslum við Rauðhettu og slökkviliðið og dansararnir voru bara skelfilegir. Ég hefði dáið úr hlátri ef þetta hefði verið eitthvað annað land en við. Í staðinn grét maður yfir því hvað þetta var hræðilega hallærislegt. Mér finnst eiginlega alveg ótrúlegt að það hafi ekki verið hægt að búa til betra atriði en þetta miðað við mannskapinn sem fór þarna út og miðað við að það átti að gera þetta extra vel af því að það var engin forkeppni. Ég græt eiginlega bara skattpeningana mína sem fóru í að borga fyrir þessa vitleysu.
En ég ætla samt að horfa á morgun og sjá hvort að Noregur vinni ekki. Það er langbesta lagið í keppninni í ár og showið hjá þeim er algjört brill.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli