06 maí 2005

Þá er fyrsta einkuninn komin inn. Robert var snöggur að fara yfir prófið sem við vorum í í English Structure and Use II á mánudaginn og haldiði ekki bara að mín hafi rúllað prófinu upp. Fékk 9 sem ég er náttúrulega afar sátt við!

Annars er ég á kafi þessa dagana í Íslenskukennslu ungra barna þar sem lestrarnám, ritun og hljóðkerfisvitund skipa stóran sess. Ég hef verið voða dugleg að vakna á morgnana til að læra og tekið mér frekar smá pásu í hádeginu til að fara til ömmu í smá dekur. Ég er nú ekki búin að stíga á vigt síðan ég kom vestur en ég er ekki frá því að fitunartakmörkin séu að nást. Við amma ætlum svo á Thai Koon á eftir og það er eins gott að maturinn sé eins góður og í minningunni ;)

Ég er líka búin að vera að reyna að læra á þetta blessaða ADSL sjónvarp sem pabbi er með. Hérna í Bolungarvík horfir maður á Skjá einn í gegnum svoleiðis tækni. Þetta er búið að vera meira baslið og pabbi er búinn að fá óteljandi símtöl um hvernig eigi að tengja hitt og þetta. Það verður svo fróðlegt að sjá í kvöld hvort ég nái að tengja þetta allt rétt og finna allar erlendu stöðvarnar sem pabbi var að segja mér að hann væri með..

Engin ummæli: