26 maí 2005

Svakalega var leikurinn í gær rosalegur!! Liverpool lá í fyrri hálfleik eins og Ferrari á góðum degi en skiptu svo yfir á McLaren í hálfleik og rúlluðu þessu upp. Hjalti labbaði út í hálfleik og gat ekki horft í þeim seinni - hvað þá á framlenginguna eða vítakeppnina. Hann fór bara út í bíl og hlustaði á Never Walk Alone blessaður. Hehe. En það var gaman á Players og alveg ótrúlegt að sjá svona marga fullorðna karlmenn saman komna hágrátandi og í faðmlögum. En kannski að maður yrði ekkert skárri ef McLaren rúllaði tímabilinu upp og ynni bæði bílasmiðatitilinn og heimsmeistaratitilinn. 7913. Liverpool átti sigurinn allavegana fyllilega skilið :)

Annars er bara allt gott að frétta af þessum bænum, ég er að fara að hafa mig í að blogga um Finnlandsferðina, þetta kemur allt með kalda vatninu ;)

Engin ummæli: