04 maí 2005

Jæja, þá er maður komin á heimaslóðir og það er vægast sagt gott að vera komin heim. Ég var nú ágætlega dugleg að læra í gær eftir að Dísa kom í hádegismat til okkar ömmu. Afskaplega gaman að hitta hana. Ég ætlaði svo rétt að kíkja niðrí skóla í morgun að heilsa upp á fólkið og spjalla aðeins við Steinu en lenti náttúrulega á algjörri kjaftatörn og fór ekki heim fyrr en upp úr hádegi. Kíkti inn í gömlu bekkina mína og það var gaman að sjá liðið aftur. Alveg ótrúlegt hvað þau hafa fullorðnast krakkarnir. Ég ætlaði ekki að þekkja þau öll aftur. Ég náði að vísu ekkert að spjalla við gamla bekkinn minn því þau voru í prófi en við bætum vonandi úr því þegar þau fara í skólaferðalagið seinna í mánuðinum. Þá er planið að reyna að hitta þau á kaffihúsi eða eitthvað svoleiðis og það er bara vonandi að það náist.

En jæja, ég ætla að fara að kíkja til hennar Steinu, hún ætlar að fræða mig enn frekar um hljóðaaðferðina og hljóðkerfisvitund. Sounds exciting doesn't it ;)

Engin ummæli: