Áfengi drepur 600.000 manns árlega í Evrópu. Mér hefur stundum fundist þessar upplýsingar vanta í málflutning þeirra sem berjast fyrir auknu frelsi í áfengismálum á Íslandi. Ekki það að ég sé ósammála þeim að öllu leyti, ég held að það þurfi að hugsa þessi mál algjörlega upp á nýtt hér á landi, en áfengi er skaðsamt engu að síður og þær þjóðir sem eru mun frjálslyndari í þessum málum en við erum eru ekkert endilega í betri málum en við. Við megum ekki gleyma því þegar við komum til útlanda að öðruvísi vínmenning er ekki alltaf kúltiveraðri og betri.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli