28 október 2005

Eru áfengisauglýsingar ekki bannaðar á Íslandi????

Maður er nú hættur að verða hissa við að sjá auglýsingar um léttvín og bjór en mér stóð nú ekki á sama þegar ég sá heilsíðuauglýsingu um Finlandia vodka í Birtu í morgun. Þetta vil ég ekki sjá í íslenskum fjölmiðlum. Hvað er lögreglan eiginlega að hugsa í þessum málum? Fá íslenskir fjölmiðlar að beygja og brjóta þessi lög eftir eigin hentugleikum? Hvað svo sem mönnum finnst um þessi lög þá á að fara eftir þeim á meðan þau eru í gildi. Menn verða þá einfaldlega að beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni ef þeir eru ósáttir. Ég bíð núna spennt eftir að sjá hvort að eitthvað eigi eftir að gerast eftir auglýsinguna í Birtu í dag.

Engin ummæli: