Jæja, þá er fyrsti í æfingakennslu búin og bara 25 dagar eftir ;) Mér líst bara ágætlega á þetta þarna í Áslandsskóla. Kennarinn okkar er úber aktífur og áhugasamur og krakkarnir eru líflegir - í meira lagi kannski sumir. Það slær samt ekkert gamla bekkinn minn að vestan út held ég, það var sko líf í 79 árgangnum í denn ;)
Helgin var úber róleg, ég fór að vinna á laugardaginn eins og venjulega en svaf svo bara nánast fram á mánudagsmorgun. Var alveg búin á því. Á morgun þarf ég svo að taka við enn einu árinu í safnið og ætla að hefja það á því að skella mér í klippingu og litun - svona svo að gráu hárin sjáist ekki ;)
En jæja, kallinn minn er að koma að sækja mig. Hafið það gott elskurnar mínar :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli