Træt
Minnz er þreyttur. Eftir að hafa næstum dáið við að labba upp stigann til tannlæknisins um daginn þá varð mér ljóst að ég get ekki beðið lengur með að byggja upp líkamann eftir spítalavistina. Síðan þá hef ég farið einu sinni í sund og svo fór ég í göngutúr áðan. Hörku dugleg.... En þetta er allt í áttina og kannski verð ég farin að geta tekið stigann þegar veturinn er liðinn. Svo ef einhver er memm í að synda eða fara í göngutúr þá er um að gera að láta mig vita ;)
Annars er það helst í fréttum að ég er hætt að vinna hjá henni mömmu minni og farin að vinna hjá honum Sveinbirni. Það er nú bara í næsta herbergi en samt sem áður er verið að klippa á naflastrenginn og það er óneitanlega skrýtið að breyta svona til. Var svona pínu týnd í vinnunni í dag. En þetta hlýtur allt að koma og ég vona bara að þetta eigi eftir að ganga vel og gera okkur mæðgum gott. Hildur skvísa er svo að koma í bæinn á morgun og ætlar að gista hjá mér svo það verður vafalítið eitthvað skemmtilegt brallað eftir vinnu á morgun og spjallað fram eftir nóttu eins og okkur einum er lagið ;) Svo eru ýmis tilefni til pælinga þessa dagana, hendi kannski inn færslu ef mér tekst að koma þeim á blað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli