02 október 2006

Rólegheit

Helgin var tekin í rólegheitum. Var að vinna auðvitað og svo gisti Kristinn Breki hjá mér á laugardagskvöldinu. Var búin að lofa honum að fá að ,,djamma" einum með frænku sinni ;) Það var bara úber ljúft hjá okkur frændsystkinunum en hann hafði pínu áhyggjur af því að mér leiddist að búa svona aleinni. Bara dúlla.

Það er svo lítið að frétta af Dagnýju systur. Púkinn ætlar að láta bíða eftir sér. Ég spurði Kidda hvort að ég fengi kannski bara púkann í afmælisgjöf. Hann hló nú bara og hélt nú ekki. Ég fengi nú bara venjulega afmælisgjöf frá þeim. Alltaf sami snillinn ;)

Engin ummæli: