30 október 2006

Fór á Mýrina í gær. Fannst hún bara nokkuð góð. Ég var ekkert upprifin af leikaravalinu þegar ég heyrði af því fyrst fyrir utan að ég hafði trú á Ágústu Evu í hlutverki Evu Lindar. Ingvar E. kom bara vel út sem Erlendur þrátt fyrir að ég hafi gert mér aðra mynd af honum. Ég keypti alveg karakterinn. Björn Hlynur var líka æði sem Sigurður Óli. Bara flottur. Ólafía Hrönn var hins vegar hreinn horror sem Elínborg. Ég keypti hana aldrei og satt best að segja fannst mér karakterinn verulega illa túlkaður hjá henni. Í mínum huga var Elínborg ekki svona hryssingsleg og tóm eins og mér fannst Ólafía Hrönn vera. Eins fannst mér LandRoverinn sem Erlendur keyrði um á einum of flottur eitthvað og engan veginn passa inn í heim Erlendar.

En myndin var í heildina séð góð og ég get tekið undir það að þetta sé besta mynd Baltasars. Hann er trúr bókinni og lagar söguþráð hennar vel að handritinu. Það var mikið af skemmtilegum karakterum og það stóðu sig allir frábærlega - nema Ólafía Hrönn greyið.

Annars er stemmarinn fyrir að blogga dottinn niður. Var að koma frá því að kenna og þetta var fjandi dýr tími þökk sé bölvuðum mótorhjólalöggunum á Hringbrautinni.....

Engin ummæli: