Enn eitt slysið..
Það varð banaslys á Vesturlandsveginum í kvöld og núna bíð ég eftir reiðiöldu um að það verði að gera eitthvað til að bæta öryggið á veginum. Þetta er allavegana annað banaslysið á árinu á þessum vegi og það er ótrúlegt að aldrei skuli vera gerðar neinar almennilegar úrbætur á þessum vegi sem liggur þó í gegnum tvö bæjarfélög og hefur hæstu slysatíðni af öllum vegum á landinu. Já, hærri en bæði Suðurlandsvegur og Reykjanesbraut og hefur auk þess meiri umferðarþunga. Ég efast þó að um að þessi reiðialda muni koma, fólk hringdi bara í lögguna og kvartaði yfir því að vegurinn væri lokaður. Alveg ótrúlegt skeytingarleysi.
Ætli ég eigi eftir að lifa þá tíma að Ísland hafi stjórnvöld sem geri eitthvað af viti í samgöngumálum og vinni leynt og ljóst að því að fyrirbyggja slys og bæta umferðarmenningu en ekki plástra bara þar sem verstu slysin verða?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli