Halló! Get ég fengið keypt egg?
Jæja, Dagný systir var að kvarta undan bloggleysi hjá mér og maður verður nú að bregðast við því svo að heimavinnandi húsmóðirin hafi eitthvað að gera þegar hún vafrar um á netinu. Annars er ekkert að frétta af þessum bænum, nema þið hafið voðalega gaman af því að heyra um bókhald. Það er spurning um að koma sér upp svefnaðstöðu í vinnunni og spara sér bara leiguna. Það er búið að vera alveg óendanlega mikið að gera undanfarið en sem betur fer er farið að hægjast um og aldrei að vita nema maður sjái einhverja af vinum sínum á aðventunni og fari jafnvel að hætta í vinnunni á eðlilegum tíma á daginn.
Kristinn Breki kom og skreytti hjá mér á seinustu helgi og fékk að gista líka. Það var voða notalegt hjá okkur og jólatréð er glæsilega skreytt eftir kappann að vanda. Annars er bara afslöppun framundan, eða allavegana minni vinna en undanfarið og planið er að vera í bænum yfir hátíðarnar. Röggi bró kemur til landsins 21. og verður fram yfir áramót og það verður öfga gaman að hafa hann hérna á þessum árstíma til tilbreytingar.
Annars er hausinn tómur og ég ætla að hætta áður en röflið nær nýjum hæðum. Ég heimta að Dagný kvitti fyrir póstinn og skrifi inn á síðurnar hjá púkunum svo ég hafi eitthvað að gera þegar mér leiðist í vinnunni ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli