11 desember 2006

Takk FM 957!!

Það hefur oft verið gert grín að mér fyrir að hlusta á FM en ég skammast mín nú ekkert fyrir það og tel tónlistarsmekk minn ekki verri fyrir vikið. Tel það nú bara merki um menningarsnobb að líta niður á þá sem fíla ekki sömu tónlist og maður sjálfur, hver svo sem hún er. En FM stóð aldeilis fyrir sínu í dag. Ég sendi inn bréf í leik hjá þeim og bað þá um að bjóða Rögga bró til Bolungarvíkur yfir jólin. Það var hringt í mig í dag og FM og Flugfélag Íslands ætla að bjóða Rögga alla leiðina heim yfir jólin. Þannig að það eru allir úber glaðir og sáttir í minni familíu núna og við segjum bara takk FM 957!

Engin ummæli: