En það er ekki Þjóðhátíð!
Komin til byggða eftir frábæra helgi í Eyjum. Sumir ráku upp stór augu þegar þeir sáu mig og létu út úr sér - en það er ekki Þjóðhátíð, hvað ert þú að gera hér? Spurning hvort þetta séu hint.. Kiddi var að vinna alla helgina og því sá ég allt of lítið af honum en við Hildur vorum duglegar að hafa það notalegt. Skáluðum í einni Amarone á föstudagskvöldinu og fengum okkur göngutúr niður í bæ. Ætluðum aðeins að kíkja og fara snemma heim. Enduðum hins vegar á pöbbarölti og skriðum heim undir morgun.
Vorum farnar út upp úr hádegi á laugardeginum og byrjuðum daginn á því að klífa Heimaklett. Hann er svo sem ekki hár, um 280 metrar, en öfga brattur og ég uppgötvaði þarna að ég er nú bara nokkuð lofthrædd. Við hlupum niður klettinn því að Hildur og Guðbjörg voru búnar að skipuleggja fyrir mig óvisuferð og við máttum ekki mæta of seint í hana. Það reyndist vera sigling á tuðru í kringum Heimaey og þvílíka tæra snilldin sem það var!! Siglingin tók 2 tíma og við kíktum inn í ótal hella og víkur. Þess á milli fleyttum við kellingar á sjónum og það er ekki laust við það að það séu strengir víða um líkamann í dag eftir ferðina.
Um kvöldið var farið í Skvísusundið og djammað fram undir morgun og svo var þynnkumaturinn borðaður á brakandi blíðu á pallinum hjá Magga og Sísí. Svo var drifið sig í Dallinn og haldið heim á leið. Góð ferð þar sem maður fékk smá útrás fyrir þjóðhátíðarfiðringinn. Það verður hins vegar engin Þjóðhátíð þetta árið en það styttist þeim mun meira í New York. Skemmtilegir ferðafélagara virðast ekki liggja á lausu svo ég ætla að spóka mig ein þar í 2 vikur, kaupa upp lagerinn hjá Victoria's Secret og sötra Cosmo. Er búin að skipta íbúðinni minni út fyrir íbúð á Upper West Side á Manhattan sem ættu að teljast ágæt býtti.
En jæja, þetta er gott í bili. Hendi inn nokkrum Eyjamyndum fljótlega - ef að ég fæ nógu mörg komment við færslunni. Maður verður að vita hvort það sé einhver að lesa vitleysuna í manni ;-)
2 ummæli:
Að sjálfsögðu vil ég sjá Eyjamyndir!
kv. systirin - fyrst as usual:P
Halló Erla
Bara smá kvèdja fra okkur, her er alveg aedislegt.Bestu kvedjur til allra
Kolla og co
Skrifa ummæli