Draumur um Þjóðhátíð í NYC
FM er farið að spila þjóðhátíðarlögin á milljón og árviss fiðringur farinn að gera vart við sig. Það verður þokkalega bannað að beila á Þjóðhátíð á næsta ári bara svo það sé á hreinu. Ég mun hins vegar stíga upp í flugvél á föstudaginn og halda til New York. Vænti þess að Klakinn taki á móti mér með flugeldasýningu þegar ég lendi að kveldi hins 18. ágúst. Óneitanlega er kominn spenningur og tilhlökkun en líka pínu kvíði yfir að vera að þvælast þarna ein. En þetta er hins vegar skemmtileg áskorun og ég efast ekki um að þetta verður skemmtileg ferð.
Bara tveir vinnudagar eftir fram að sumarfríi og ég verð að viðurkenna að það verður gott að fara í frí. Alveg svakalega gott meira að segja. Á eftir að eyða vikunni í að undirbúa ferðalagið og gera íbúðina mína klára fyrir gestina sem verða í henni á meðan ég er úti. Gera lista yfir allt það sem á að versla fyrir aðra og skoða á netinu það sem að ég ætla að versla fyrir mig ;-)
Ætla að fá mér amerískt gemsanúmer þegar ég kem út svo að símareikningurinn verði ekki himinhár þegar ég kem heim. Verð í tölvusambandi úti svo ég kem til með að pósta því hingað inn þegar það verður frágengið. Ætli maður reyni svo ekki að blogga eitthvað til að leyfa fólki að fylgjast með. Veit að sumir eru með hjartað í buxunum yfir því að maður sé að þvælast svona einn. En ég kem varla til með að gera meiri gloríur en sú þýska í Hornvík hérna í denn, sem að tjaldaði upp í vindinn og þvoði sér svo að neðan í læknum á tjaldstæðinu án þess að vera nokkuð feimin við það.
Næsta blogg kemur allavegana frá Stóra Eplinu svo ég segi bara skemmtið ykkur vel um versló krakkar mínir og bara svo það sé á hreinu Geiri og Pétur þá er skylda að taka extra gott djamm í Eyjum þetta ári. Ég drekk þig svo undir borðið Geiri minn að ári ;-)
4 ummæli:
Ég ætla rétt að vona að þú skiljir tjaldið og neðanþvottastykkið eftir heima..... en var hún ekki ensk?
Mig minnir það.
Hmm, ég man það ekki. Það getur svo sem alveg verið. Ég man að hún hét Lowana - eða var það ekki annars?
Annars verða bæði tjaldið og neðanþvottastykkið eftir heima. Ég held að það séu litlar líkur á svona ,,skemmtilegri" framkomu hjá mér ;)
Hva þú getur tjaldað á torginu þarna fræga með ljósaskiltunum:) Þá fengirðu þínar 15 mínútur af frægð og örugglega fangelsisdóm.... Veit samt ekki alveg með fangelsið!
Góða ferð út!
Þetta á allt saman eftir að reddast og þú skemmta þér ýkt vel :D
Skrifa ummæli