01 júlí 2007

Nýja myndavélin

Jæja, þá maður loksins myndavél. Hef ekki átt svoleiðis síðan minni var stolið á Sportkaffi forðum daga. Nýja vélin er voða fín og imbaproof svo það er góð von fyrir mig að læra á hana. Ég á eftir að æfa mig grimmt þangað til ég fer til Eyja á fimmtudaginn. Annars er mest lítið að frétta. Ég fór jú í útilegu á seinustu helgi og það var stór gaman alveg. Svo fórum við Kristinn Breki að horfa á Nico Rosberg keyra í Smáralindinni í vikunni og skemmtum okkur alveg konunglega. Gaman að heyra hljóðin í bílnum. Púkinn fékk kvittun hjá Rosberg og fannst merkilegt að þurfa að vera með eyrnapinna í eyrunum á meðan bíllinn var í gangi. Þeir virkuðu reyndar ekki alveg í seinna skiptið svo hann stóð bara og hélt fyrir bæði eyrun greyið.

Ég læt svo fljóta með fyrstu myndirnar sem voru teknar á nýju græjuna. Þórdís og Tommi komu með hana heim frá New York í dag svo það eru nokkrar myndir þaðan. Maður fékk bara alveg fiðring við að sjá þær - mikið svakalega hlakka ég til. Bara mánuður til stefnu! Svo er mynd af aðalpúkanum sem hefur frænku sína algjörlega í vasanum þessa dagana...






4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég ætla rétt að vona að hann hafi þig ekki í vasanum - í bókstaflegri merkingu þess orðs. Þá þyrfti hann ansi stórar buxur..

HA ha ha. Þú vildir komment!

Erla Perla sagði...

alveg vissi ég samt að þú yrðir fyrst til að kommenta ;)

Nafnlaus sagði...

Og stóð ég ekki undir væntingum?

Erla Perla sagði...

Hehe jújú auðvitað