15 júlí 2007

Klukkedíklukk

Þeir eru nú misskemmtilegir þessir bloggleikir sem koma í hrinum. En þar sem ég er svo samviskusöm og hlýðin þá skorast ég ekki undan þegar stóra systir klukkar mig. Núna er málið að segja frá átta staðreyndum um sjálfan sig.

1. Ég er lærður kennari og vinn við bókhald en hef samt ekki hugmynd um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.
2. Ég á sumarfrí í sumar í fyrsta skiptið á minni ævi.
3. Ég er með 6 ör.
4. Mér finnst Íslendingar vera dónalegir og mig langar mikið að flytja til útlanda.
5. Mér finnst afskaplega gott að sofa út á helgum.
6. Á mánudögum hringi ég alltaf í ömmu mína og á við hana gott spjall.
7. Ég á mjög bágt með að þola fólk sem vorkennir sjálfu sér.
8. Ég er pjattrófa dauðans sem þýðir t.d. að ég kaupi aldrei rúmföt í Rúmfatalagernum eða Ikea og ég strauja viskustykkin mín.

Er þá ekki bara málið að klukka Önnu Þóru, Ásu, Hjördísi, Pétur og Ellu?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Straujarðu viskustykkin!!
Bíddu bara:) Þegar þú ert komin með börn og hús til að þrífa, ásamt vinnu og öðru tilheyrandi þakkarðu fyrir að muna eftir að henda þeim í vél:)

Erla Perla sagði...

Ég held að pjattið deyi ekkert þegar maður verður kominn með börn. Ég skipulegg mig þá bara eins og húsmæðurnar í gamla daga.