16 júlí 2007

Sjóveik í vinnunni

Góðviðrinu undanfarið fylgir margt slæmt. Það er til dæmis ekki líft í vinnunni hjá mér fyrir hita eftir hádegi á daginn og fyrstu klukkutímarnir eftir að maður kemur heim er maður að ná upp súrefni og koma heilastarfseminni aftur í gang. Það eru allir gluggar opnir og allar viftur í gangi samt sem áður. Sólin skín bara beint á gluggana hjá okkur og filmurnar í gluggunum og screen gardínurnar duga bara ekki til.

Eftir hádegi í dag vorum við beðin um að loka öllum gluggum því að það var mætt lið á staðinn til að þrífa fituna sem hefur sest á húsið eftir að American Style opnaði hérna niðri. Heilinn dó skömmu seinna. Ég freistaði þess að opna hjá mér á meðan gaurarnir væru ekki komnir að mínum glugga en það reyndist slæm hugmynd. Ég veit ekki hvaða efni þeir eru að nota en lyktin og andrúmsloftið hérna inni minnir mig einna helst á slæmar sjóferðir með Herjólfi og Fagganum jafnvel. Ef að það væri veltingur líka þá væri ég búin að æla.

Auðvitað er það frábært hjá American Style að þrífa upp eftir sig skítinn en ég held að það hefði enginn dáið ef það hefði verið beðið eftir kaldara veðri.

2 ummæli:

Hjördís sagði...

Ooooooh þú ert heppin, getur allavega opnað glugga. Ég er ekki það heppin, stundum stelumst við til að opna neyðarútganginn til að lofta smá út þrátt fyrir blátt bann við því. Strangar öryggisreglur sjáðu til... :(

Erla Perla sagði...

Já það er rétt, maður á að þakka fyrir það sem maður hefur.