Enn meira netleysi
Það kom tæknimaður til mín í gær sem ég hélt að myndi leysa málin af tærri snilld. En nei það gekk ekki upp. Belgacom tók víst upp á því hjá sjálfu sér að taka mig úr sambandi við umheiminn og það þarf að koma tæknimaður frá þeim til að tengja mig aftur. Hann kemur á mánudagsmorgunninn og það er því netlaus helgi framundan og yfirdrifið nóg af lærdómi til að ljúka. Ég fór í skólann í gær og leitaði að heimildum í ritgerðirnar mínar og prentaði allt heila klabbið út. Svo helgin verður vel nýtt fyrir ritgerðarskrif, engin truflun í Facebook, MSN eða neinu slíku ;-) Er reyndar að fara á workshop á morgun sem heitir Powerful communication sem ég hef akkúrat engan tíma fyrir en mig langaði samt svo að fara á. Sem sýnir það að maður getur alltaf búið til tíma fyrir það sem mann langar til að gera.
Annars eru 15 dagar í Íslandið. Ég stefni á að klára ritgerð 1 af 3 á helginni og byrja á þeirri sem verður númer 2. Kannski að netleysið sé bara blessun í dulargervi eftir allt saman....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli