Netleysi
Er búin að vera netlaus heima síðan á fimmtudaginn sem hefur vakið mikla lukku eða þannig. Ég er algjörlega fötluð án netsins og ef tæknimaðurinn fer ekki að koma og gera við lendi ég í tómum vandræðum með lærdóminn. Þurfi að fara í skólann til að downloada lesefni vikunnar og tékka á póstinum mínum en fer svo aftur heim til þess að læra enda engin almennileg aðstaða til þess að gera það í skólanum. Var að fá hlutverkið mitt í simulation verkefninu og fékk mediatorinn. Lang erfiðasta hlutverkið með langmestu vinnunni. Skemmtilegt. En það þýðir víst lítið að væla það, bara spýta í lófana og klára þetta. Mikið svakalega verður gott að setjast upp í lestina til Amsterdam eftir 19 daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli