Komin í samband við umheiminn
Tæknikallinn kom í morgun og allt komið í lag, mér til mikillar gleði. Nú þarf að nýta tímann vel þangað til að ég kem heim. Ég hlýt að finna sjálfsagann þarna einhvers staðar svo ég geti skrifað og skrifað eins og enginn sé morgundagurinn. Annars eru 12 dagar í Íslandið og 15 dagar í Bolungarvíkina mína. Ég verð sem sagt hjá ömmu um jólin eins og oft áður og ég hlakka mikið til að komast vestur í kyrrðina og hreina loftið. Ég fer suður á þriðja í jólum og svo aftur út þann 18. janúar. Þannig að þeir sem vilja hitting á meðan ég er á klakanum mega fara að taka frá tíma. Að öðru leyti er ég lögst í lærdóm. Sjáum til hvort það verði eitthvað bloggað fram að heimferð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli