Tækniundur
Fyrir nokkru síðan hjálpaði Linda mér að downloada Skype. Ég hef ekkert notað það síðan enda kann ég ekkert á þetta blessaða apparat. Linda hringdi í mig einu sinni og ég vissi ekki hvurn andskotinn gekk á þegar tölvan byrjaði allt í einu að hringja. Núna erum við að undirbúa verklegu æfinguna í negotiation and mediation sem verður á morgun. Við erum fjögur saman sem erum mediatorar í okkar hóp og það er margt sem þarf að ákveða og undirbúa. Til þess að þurfa ekki að hanga saman í allan dag þá var ákveðið að nota Skype. Núna er ég búin að komast að því að maður getur talað saman á Skype eins og á MSN. Merkilegur andskoti. Svo er ég búin að læra að svara þegar það er hringt. Það tókst reyndar ekki í fyrstu tilraun en það hafðist að lokum. Þannig að núna held ég að ég sé að verða fær í flestan sjó þegar kemur að nýjustu tækni og vísindum svo að ef þið viljið adda mér á Skype heiti ég erlakris þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli