05 febrúar 2009

Bankastjóri?

Mikið svakalega finnst mér það fallega gert af Landsbankamönnum að bíða með að auglýsa eftir nýjum bankastjóra þangað til í haust. Þá veit ég allavegana af einu djobbi sem verður á markaðnum þegar ég stefni á að koma heim og leita mér að vinnu. Ég hef svo sem ekkert svakalega reynslu af bankarekstri eða viðskiptafræði almennt en ég er réttsýn og heiðarleg og kem ekki til með að stela af þjóðinni. Held að það hljóti að teljast umtalsverður kostur. Það, með skvettu af almennri skynsemi og gagnrýnni hugsun, held ég að komi manni ansi langt. Forðar manni frá því að fjárfesta í einhverri vitleysu sem meikar engan sense og gambla með almannafé. Svo kem ég til með að útskrifast með master í alþjóðasamskiptum og það er ekki vanþörf á því þegar alþjóðleg ímynd bankans er rjúkandi rústir einar.

En að öllu gamni slepptu þá er víst rétt að byrja að íhuga það hvað maður ætlar að gera að loknu námi. Á tíma hjá ráðgjafa sem vinnur fyrir skólann við að aðstoða okkur í atvinnuleit og öðru á mánudaginn og ætla að reyna að nýta hann vel. Hún sérhæfir sig að vísu í atvinnumarkaðinum hérna í Brussel, sem ég er ekkert úber spennt yfir, en hún ætti samt sem áður að geta gefið mér góðar ráðleggingar varðandi atvinnuleit í fjöldaatvinnuleysi þegar maður er lítill fiskur í stórum sjó. Annars hef ég engar stórkostlegar áhyggjur af þessu. Gott fólk fær alltaf vinnu, maður þarf bara að undirbúa sig mjög vel. Annars er ég alveg á því að ég væri varla verri bankastjóri en hver annar. Ég mæti kannski bara með þá tillögu á fundinn með Monu á mánudaginn.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Má maður ekki kjósa? Ég skal kjósa þig bankastýru, þú er talnaglögg og skynsöm, sé ekki að það þurfi mikið annað en þú hefur svo talið upp!