Hann Sigurgeir Sturla frændi minn er 11 ára í dag. Til hamingju með afmælið elskan mín!!
28 febrúar 2003
Þá er maður búin að ráfa um búðir borgarinnar og eyða alltof miklum peningum - eins og vanalega.. Missti mig alveg í Zöru í dag og var á skóflippi í gær. En það hlýtur að reddast einhvern vegin :p Ég fór með Öggu á Brennsluna í supernachos og bjór, verð að viðurkenna að ég sakna þess að geta ekki skellt mér svona á kaffihús þegar ég er fyrir vestan. Í kvöld ætlum við Agga að skella okkur á djammið saman og á morgun er ég að vonast til þess að geta smalað gamla vinahópnum mínum á gott djamm. Þannig að Pétur, Geiri, Rúnar, Þórdís, Tommi og þeir sem ég er að gleyma - líst ykkur ekki vel á það?? Það er ár og öld síðan við höfum gert eitthvað saman.
Well, shopping makes me hungry :p þannig að ég ætla að fara að fá mér eitthvað að borða.
Birt af Erla Perla kl. 2:54 e.h. 0 skilaboð
27 febrúar 2003
Jæja, þá er maður loksins mættur í höfuðborgina. Flaug suður í gær eftir að hafa klárað foreldraviðtölin sem fóru bara fram úr mínum björtustu vonum! Sem betur fer. Veðrið var frábært í gær eins og allir tóku væntanlega eftir. Við fengum alveg frábært útsýnisflug á leiðinni suður. Í staðinn fyrir að fara inn djúpið og taka svo sveig suður var tekin vinstri beygja út úr Skutulsfirðinum, flogið meðfram Óshlíðinni og yfir ,,Bolungarvík, the second largest CITY in this area". Þetta sagði flugstjórinn án gríns þegar hann var að lýsa landslaginu fyrir útlendingunum um borð.. Síðan var flogið yfir Skálavík, Súgandafjörðinn, Önundarfjörðinn, Dýrafjörðinn, Arnarfjörðinn, Barðaströndina og svo áleiðis suður. Þetta var alveg frábært, að sjá hvað fjöllin eru hryllilega flott - í orðsins fyllstu merkingu. Ég var stolt að hugsa til þess að þarna ætti ég heima. Hún Guðrún Gunnars á Stöð 2 hefði þurft að vera í vélinni. Hún gjörsamlega drullaði yfir Vestfirði í Íslandi í dag í fyrradag. Það var verið að sýna úr Nóa Albinóa, sem er að mestu leyti tekin upp í Bolungarvík. Sýnt var klip úr myndinni sem var tekið í kirkjugarðinum heima. Þó svo að baksýnin hafi kannski ekki verið svo sérstök mest allan tíman - bræðslan heima - þá sást nú alveg fallegt landslag og allt það. Hún frú Guðrún leyfði sér að koma því að að landslagið þarna væri nú ekkert sérstakt, hvort að það hjálpaði myndinni nokkuð að vera tekin upp þarna. Þvílíkur og annar eins dónaskapur!! Sem fjölmiðlamaður hefur hún að sjálfsögðu rétt á sínum skoðunum en þær á ekki að viðra svona í beinni útsendingu. Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að þeir sem hún var að taka viðtalið við horfðu á hana hálf hissa eftir þessi ummæli og mótmæltu þeim og fréttamaðurinn sem var þarna með henni sagði nú að væntanlega hefðu áhorfendur á Vestfjörðum ekki verið ánægðir með þetta.. Þá flissaði hún bara eins og smástelpa, var ekkert að taka þetta til sín eða biðjast afsökunar.. Fólk er greinilega fífl á Íslandi í dag.
Jæja, var að koma frá bæklunarlækninum sem staðfesti það sem þið vitið öll - að ég er bækluð og ekkert við því að gera :p Er núna á leiðinni í klippingu og litun til hennar Guðnýjar minnar. Hún eflaust eftir að gera mig fína og sæta fyrir djammlífið í höfuðborginni ;)
Birt af Erla Perla kl. 10:11 f.h. 0 skilaboð
24 febrúar 2003
Djö.. maður. Var búin að skrifa fullt, fór svo að fikta eitthvað og allt datt út. Þá er víst best að reyna að rifja upp hvað maður var að röfla... Hmm, ég fór að djamma á laugardaginn. Það var svaka stuð. Við vorum byrjaðar að djúsa kl 6. Það var fámennt en góðmennt í kennarapartýinu en það var samt drukkið aðeins. Sumir fóru mjög snemma heim af kvennakvöldinu allavegana.. Við hinar sem lifðum áfram fórum á ball á Ísafirði. Írafár var að spila. Þetta var fínt ball hjá þeim. Ég og Ella vorum samt eiginlega alveg búnar á því rúmlega 2. Bödda leist eitthvað illa á ástandið á okkur svo hann reddaði okkur fari heim og sagði okkur svo að við ættum að fara heim núna. Við vorum frekar dofnar greinilega því við stóðum bara upp og fórum í fatahengið og heim. Gærdagurinn var svo frekar mikið þunnur svo ekki sé nú meira sagt..
Það er kominn vetrarfrísfílingur í alla í skólanum. Allt voða rólegt eftir stressið undanfarnar vikur. En það er nú svosem ágætt ;) Maður byrjar bara á fullu með þau eftir fríið. Annars er nú voðalega lítið að frétta héðan. Það var skírt í gær og það var brúðkaup hérna á laugardaginn. Björg Hildur og Kobbi voru að skíra. Púkinn þeirra heitir Flosi Valgeir. Ása hennar Veigu var að gifta sig - man ekkert hvað maðurinn hennar heitir. Djammið fór allt vel fram, það var víst mikið stuð á ballinu eftir kúttmagann. Löggan hefur ekki tekið fleiri fyrir dópsölu eða neyslu þrátt fyrir að maður hefði haldið að það væri tilefni til þess. En löggan hér er alltaf jafn aktíf....
Jæja, ég ætla að fara að kíkja inn á kennarastofu. Það fer víst að byrja fundur. Alltaf jafn gaman á þeim :p
Birt af Erla Perla kl. 12:50 e.h. 0 skilaboð
22 febrúar 2003
Ég er að fara að djamma! Er búin að hafa það öfga gott í dag. Mætti snemma í leikfimi í hádeginu og tók vel á. Fór svo í ljós og sund. Lá og slappaði af í pottunum þangað til að Pottaskelfir kom. Var ekki alveg að meika babblið í honum svo ég dreif mig upp úr. Þá kíkti ég aðeins á ömmu. Hún er búin að vera að leita að veskinu sínu. Hafði ekkert séð það síðan við vorum á Ísafirði í gær. Það var búið að snúa öllu við þegar veskið fannst í frystikistunni... Hún amma er engri lík!
Ég bara verð að koma því að (svona fyrir fjölskylduna mína) að það er alveg YNDISLEGT veður hérna. Bærist varla hár á höfði og nógu hlýtt til að maður geti verið á peysunni. Fyrir þá sem ekki þekkja þennan brandara þá er það oft sagt að þá sjaldan að Bolvíkingar hagræði sannleikanum þá sé það þegar talað sé um veðrið hérna. Þegar ég var í Reykjavík var ALLTAF yndislegt veður þegar ég talaði við ömmu og hún er víst ekkert einsdæmi með þetta. Ekki það að það sé aldrei gott veður hérna, það er t.d. í alvörunni alveg frábært veður núna. En já, hvað er ég að reyna að réttlæta þetta - þið verðið bara að skella ykkur hingað og sjá þetta sjálf!!
Jæja, ég ætla að fara að drífa mig heim. Fá mér að borða og dúllast við að hafa mig til fyrir djammið. Á að vera mætt í partý með kennaraliðinu kl 6. Skrifið nú endilega í gestabókina - það var nefnilegast ekki lítil fyrirhöfn að setja hana inn..
Birt af Erla Perla kl. 4:28 e.h. 0 skilaboð
21 febrúar 2003
ÚFFFFF!!!! Er búin að sitja sveitt í rúman klukkutíma og læra að setja inn linka og gestabókina. Þórdís á hrós skilið fyrir að hafa haft þolinmæði í þetta!! Ég verð víst að viðurkenna að ég var frekar treg.. En þetta hafðist. Ég á samt eftir að setja inn teljara og eitthvað dót sem Þórdís vill að ég setji inn en ég skil ekki.... Fyrst að þetta tókst þá hlýtur restin að hafast líka.
Prófavikunni lauk formlega í dag mér til mikillar ánægju :) Var með bæði dönskuprófin í morgun og var búin að fara yfir þau á hádegi. Æðislegt að geta labbað út úr skólanum kl. hálf eitt og þurfa ekkert að fara þangað yfir helgina! Ég undirbjó foreldraviðtölin að mestu leyti í gær og því verða bara rólegheit í næstu viku. Allavegana þangað til að ég kem suður. Sa skal vi djamme og djuse hele tiden!! Ég ætla bara rétt að vona að það verði flogið...
Á morgun er ég að fara að djamma. Sem er nú fréttnæmt hérna. Það hefur varla verið almennilegt ball síðan á áramótum. Á morgun ætlum við ,,ungu stelpurnar" á kennarastofunni að fara á kvennakvöld með Önnu Edvars sem er skólastjóri hérna og Guðrúnu Sigurbjörns. Hún er mamma eins sem var með mér í bekk - en þær eru báðar fjall hressar á djamminu held ég þannig að það ætti að vera fjör. Síðan ætlum við unga liðið að fara á ball inn í Sjalla þar sem að Írafár verður að spila. Ætti að verða gott ball. Það verður hrunið í það til að hita upp fyrir vetrarfríið ;)
Jæja, ég þarf að fara að drífa mig til ömmu. Við erum að fara að elda okkur hamborgara og franskar. Ætlum að prófa að búa til franskar. Skera niður bökunarkartöflur og síðan eitthvað meira sem ég man ekki. Þetta á allavegana að vera rosalega gott og fitulaust. Sjáum hvernig það kemur út.
Birt af Erla Perla kl. 4:25 e.h. 0 skilaboð
19 febrúar 2003
Jæja, þá er mesta prófatörnin að verða búin. Á bara eftir að prófa í þremur fögum og undirbúa foreldraviðtöl. Maður veit varla hvað maður á af sér að gera þegar maður þarf ekki að vinna frameftir á kvöldin. Ég fór í sund í gær þegar ég var búin í vinnunni. Var í pottunum lengi og hafði það alveg rosalega huggulegt. Fattaði reyndar þegar ég var búin að vera smá stund útí potti að toppurinn á bikininu mínu sneri öfugt... Svona getur maður verið utan við sig stundum. Ég var að spá í að laumast í að snúa honum við því ég var ein í pottinum en þá mundi ég eftir myndavélunum sem taka allt upp sem gerist í pottunum og ákvað að sleppa því. Var ekki alveg að fara að skemmta sundlaugarvörðunum :p
Ég gat bara dúllast í morgun. Þurfti ekki að kenna í fyrsta tíma. Var svo bara með stafsetningarpróf í 9. bekk og svo leyfði ég gellunum í 8. bekk að læra fyrir próf. Þvílíkt erfiður dagur! Síðan fór ég inn á Ísafjörð í linsumælingu og mátun. Fannst alveg æðislegt að koma út úr Gullauga og sjá heiminn gleraugnalaus! Varð samt hálf móðguð þegar ég kom aftur í vinnuna því það tók engin eftir því að ég væri ekki með gleraugu. Nú skil ég Hjördísi þegar hún losnaði við teinana..
Birt af Erla Perla kl. 3:50 e.h. 0 skilaboð
18 febrúar 2003
Til hamingju með afmælið Hjördís!!! Hafðu það alveg rosalega gott í dag :)
Birt af Erla Perla kl. 1:35 e.h. 0 skilaboð
17 febrúar 2003
Úff, ég er gjörsamlega búin að standa á haus í dag! Var að klára að setja saman seinustu prófin og þurfti svo að láta allt heila klabbið sem ég gerði yfir helgina í ljósritun. Ég var svo með 2 próf í morgun og þurfti að fara yfir annað prófið með Dóru Línu. Fyrir þá sem ekki vita þá sér hún um íslenskuna í 7. bekk með mér - og er gamli umsjónarkennarinn minn. Kenndi mér þegar ég var 8 ára! Það tók sinn tíma og ég á alveg eftir að fara yfir hitt prófið og ganga almennilega frá þeim prófum sem ég verð með á morgun.Verð með 3 próf þá - þannig að það er eins gott að ég nái að fara yfir allt í dag! Ég ætla að skrópa í leikfimi og vinna lengur. Fer kannski bara í hopputíma á morgun í staðin - ef ég næ því... Ég fer þá bara hinn daginn :p
Það er allavegana farið að sjást fyrir endan á þessari önn. Það er kúttmagakvöld á laugardaginn og kvennakórinn ætlar að sjá um konukvöld fyrir okkur konurnar svo við fáum eitthvað djamm. Kúttmagakvöld er skemmtikvöld karlanna í bænum. Undanfarin ár hafa verið haldin konukvöld á sama tíma og síðan hittist allt liðið á balli í félagsheimilinu. Við hérna ,,yngri" stelpurnar á kennarastofunni erum búnar að ákveða að hrynja í það! Ákváðum það í nammiferðinni áðan :p Verður eflaust geðveik stemming - maður verður að hita upp fyrir bæjarferðina ;) Það verður fróðlegt að sjá gamla liðið hérna á kennarastofunni á almennilegu djammi - það voru nefnilegast allir svo settlegir þegar við djömmuðum í haust.
Jæja, ég ætla að fara að halda áfram að vinna. Verð að vera búin fyrir kvöldmat því að amma var að koma heim og loksins fæ ég eitthvað almennilegt að borða! Ég var orðin svo spennt að fá gott að borða í gær - en amma ætlaði að koma þá - en þá var náttúrulega ekkert flogið. Ég skellti mér því inn á Ísafjörð og fór á Thai Koon. Fattaði reyndar þegar ég var komin inn að vita að það var bálhvasst og sjórinn gekk yfir veginn annað slagið.. En það reddaðist :p
Birt af Erla Perla kl. 4:46 e.h. 0 skilaboð
16 febrúar 2003
Arrrgh! Af hverju þarf Sálin að vera á Gauknum á næstu helgi?!?! Týpískt..
Birt af Erla Perla kl. 7:23 e.h. 0 skilaboð
Jæja, verður maður ekki að vera rosalega duglegur og segja eitthvað af viti hérna. Svona fyrst að Hjördís setti link hérna inn - án þess að síðan væri almennilega tilbúin.. Ef við náum að hittast einhvern tíman á MSN þá ætlar hún að hjálpa mér að setja upp gestabókina, teljara og allt svona sem mér skilst að sé algjört must á svona síðum. Ég sat lengi við tölvuna á föstudagskvöldið og reyndi að fikta mig fram úr þessu. Það eina sem ég fékk út úr því var að ég komst að því að skortur á tölvuáhuga skilar sér í því að maður kann ekkert á tölvur.. Go figure..
Núna er ég niðrí skóla og er að fara að hafa mig í að finna hlustun til að hafa annarsvegar á dönskuprófinu í 7.bekk og hinsvegar á dönskuprófinu í 8.bekk. Ég er alveg búin að sjá það út að það hafa verið nokkuð góðir dönskukennarar hérna. Allavegana hafa þeir samið nokkuð góð próf - sem kemur mér alveg rosalega vel! Ég þarf eiginlega að hafa mest fyrir enskuprófunum. En það er allt í lagi, ég er miklu betri í enskunni en dönskunni. Á morgun ætla ég mér að klára allan prófundirbúning. En þá tekur næsta skref við - sem er að fara yfir öll prófin.. Og undirbúa foreldraviðtölin náttúrulega. Ætla að vona að þau gangi vel! Ef að allt lukkast vel í vikunni gæti ég átt frí á næstu helgi! Það væri algjör lúxus, þá get ég farið að taka til og svona. Ég verð víst að viðurkenna að ég hef verið afskaplega löt við það síðan að mamma var hérna síðast :p En eins og einhver voðalega vitur sagði einhvern tíman þá hlífir rykið húsgögnunum..
Ef svo ólíklega vill til að það hafi farið fram hjá einhverjum sem þekkir mig þá er ég að fara suður 26. febrúar. Ég hlakka (sjáðu Hjördís hvað ég hef lært á því að vera kennari :p) alveg rosalega mikið til - og vil helst fá að hitta alla á djamminu!! Believe it or not en ég hef ekkert djammað síðan ég var í Reykjavík seinast.. sem var fyrir jólin.. En það var náttúrulega frekar mikið skrautlegt djamm :p Veitti ekki af smá djammpásu eftir það - og þá er hvergi betra að vera en í Bolungarvík... Engin hætta á að einhver dragi mann út á svaðalegt fyllerí, hvað þá að maður geri einhverja skandala..
En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna. Ætla víst ekki að vera hérna í allan dag..
Birt af Erla Perla kl. 2:17 e.h. 0 skilaboð
14 febrúar 2003
Úff.. átti þetta ekki að vera svo einfalt... ég er alveg að uppgötva það að ég kann minna en ekki neitt á tölvur :-/
Birt af Erla Perla kl. 9:11 e.h. 0 skilaboð