Ég er að fara að djamma! Er búin að hafa það öfga gott í dag. Mætti snemma í leikfimi í hádeginu og tók vel á. Fór svo í ljós og sund. Lá og slappaði af í pottunum þangað til að Pottaskelfir kom. Var ekki alveg að meika babblið í honum svo ég dreif mig upp úr. Þá kíkti ég aðeins á ömmu. Hún er búin að vera að leita að veskinu sínu. Hafði ekkert séð það síðan við vorum á Ísafirði í gær. Það var búið að snúa öllu við þegar veskið fannst í frystikistunni... Hún amma er engri lík!
Ég bara verð að koma því að (svona fyrir fjölskylduna mína) að það er alveg YNDISLEGT veður hérna. Bærist varla hár á höfði og nógu hlýtt til að maður geti verið á peysunni. Fyrir þá sem ekki þekkja þennan brandara þá er það oft sagt að þá sjaldan að Bolvíkingar hagræði sannleikanum þá sé það þegar talað sé um veðrið hérna. Þegar ég var í Reykjavík var ALLTAF yndislegt veður þegar ég talaði við ömmu og hún er víst ekkert einsdæmi með þetta. Ekki það að það sé aldrei gott veður hérna, það er t.d. í alvörunni alveg frábært veður núna. En já, hvað er ég að reyna að réttlæta þetta - þið verðið bara að skella ykkur hingað og sjá þetta sjálf!!
Jæja, ég ætla að fara að drífa mig heim. Fá mér að borða og dúllast við að hafa mig til fyrir djammið. Á að vera mætt í partý með kennaraliðinu kl 6. Skrifið nú endilega í gestabókina - það var nefnilegast ekki lítil fyrirhöfn að setja hana inn..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli