19 febrúar 2003

Jæja, þá er mesta prófatörnin að verða búin. Á bara eftir að prófa í þremur fögum og undirbúa foreldraviðtöl. Maður veit varla hvað maður á af sér að gera þegar maður þarf ekki að vinna frameftir á kvöldin. Ég fór í sund í gær þegar ég var búin í vinnunni. Var í pottunum lengi og hafði það alveg rosalega huggulegt. Fattaði reyndar þegar ég var búin að vera smá stund útí potti að toppurinn á bikininu mínu sneri öfugt... Svona getur maður verið utan við sig stundum. Ég var að spá í að laumast í að snúa honum við því ég var ein í pottinum en þá mundi ég eftir myndavélunum sem taka allt upp sem gerist í pottunum og ákvað að sleppa því. Var ekki alveg að fara að skemmta sundlaugarvörðunum :p

Ég gat bara dúllast í morgun. Þurfti ekki að kenna í fyrsta tíma. Var svo bara með stafsetningarpróf í 9. bekk og svo leyfði ég gellunum í 8. bekk að læra fyrir próf. Þvílíkt erfiður dagur! Síðan fór ég inn á Ísafjörð í linsumælingu og mátun. Fannst alveg æðislegt að koma út úr Gullauga og sjá heiminn gleraugnalaus! Varð samt hálf móðguð þegar ég kom aftur í vinnuna því það tók engin eftir því að ég væri ekki með gleraugu. Nú skil ég Hjördísi þegar hún losnaði við teinana..

Engin ummæli: