28 febrúar 2003

Þá er maður búin að ráfa um búðir borgarinnar og eyða alltof miklum peningum - eins og vanalega.. Missti mig alveg í Zöru í dag og var á skóflippi í gær. En það hlýtur að reddast einhvern vegin :p Ég fór með Öggu á Brennsluna í supernachos og bjór, verð að viðurkenna að ég sakna þess að geta ekki skellt mér svona á kaffihús þegar ég er fyrir vestan. Í kvöld ætlum við Agga að skella okkur á djammið saman og á morgun er ég að vonast til þess að geta smalað gamla vinahópnum mínum á gott djamm. Þannig að Pétur, Geiri, Rúnar, Þórdís, Tommi og þeir sem ég er að gleyma - líst ykkur ekki vel á það?? Það er ár og öld síðan við höfum gert eitthvað saman.

Well, shopping makes me hungry :p þannig að ég ætla að fara að fá mér eitthvað að borða.

Engin ummæli: