21 febrúar 2003

ÚFFFFF!!!! Er búin að sitja sveitt í rúman klukkutíma og læra að setja inn linka og gestabókina. Þórdís á hrós skilið fyrir að hafa haft þolinmæði í þetta!! Ég verð víst að viðurkenna að ég var frekar treg.. En þetta hafðist. Ég á samt eftir að setja inn teljara og eitthvað dót sem Þórdís vill að ég setji inn en ég skil ekki.... Fyrst að þetta tókst þá hlýtur restin að hafast líka.

Prófavikunni lauk formlega í dag mér til mikillar ánægju :) Var með bæði dönskuprófin í morgun og var búin að fara yfir þau á hádegi. Æðislegt að geta labbað út úr skólanum kl. hálf eitt og þurfa ekkert að fara þangað yfir helgina! Ég undirbjó foreldraviðtölin að mestu leyti í gær og því verða bara rólegheit í næstu viku. Allavegana þangað til að ég kem suður. Sa skal vi djamme og djuse hele tiden!! Ég ætla bara rétt að vona að það verði flogið...

Á morgun er ég að fara að djamma. Sem er nú fréttnæmt hérna. Það hefur varla verið almennilegt ball síðan á áramótum. Á morgun ætlum við ,,ungu stelpurnar" á kennarastofunni að fara á kvennakvöld með Önnu Edvars sem er skólastjóri hérna og Guðrúnu Sigurbjörns. Hún er mamma eins sem var með mér í bekk - en þær eru báðar fjall hressar á djamminu held ég þannig að það ætti að vera fjör. Síðan ætlum við unga liðið að fara á ball inn í Sjalla þar sem að Írafár verður að spila. Ætti að verða gott ball. Það verður hrunið í það til að hita upp fyrir vetrarfríið ;)

Jæja, ég þarf að fara að drífa mig til ömmu. Við erum að fara að elda okkur hamborgara og franskar. Ætlum að prófa að búa til franskar. Skera niður bökunarkartöflur og síðan eitthvað meira sem ég man ekki. Þetta á allavegana að vera rosalega gott og fitulaust. Sjáum hvernig það kemur út.

Engin ummæli: