Jæja, þá er maður loksins mættur í höfuðborgina. Flaug suður í gær eftir að hafa klárað foreldraviðtölin sem fóru bara fram úr mínum björtustu vonum! Sem betur fer. Veðrið var frábært í gær eins og allir tóku væntanlega eftir. Við fengum alveg frábært útsýnisflug á leiðinni suður. Í staðinn fyrir að fara inn djúpið og taka svo sveig suður var tekin vinstri beygja út úr Skutulsfirðinum, flogið meðfram Óshlíðinni og yfir ,,Bolungarvík, the second largest CITY in this area". Þetta sagði flugstjórinn án gríns þegar hann var að lýsa landslaginu fyrir útlendingunum um borð.. Síðan var flogið yfir Skálavík, Súgandafjörðinn, Önundarfjörðinn, Dýrafjörðinn, Arnarfjörðinn, Barðaströndina og svo áleiðis suður. Þetta var alveg frábært, að sjá hvað fjöllin eru hryllilega flott - í orðsins fyllstu merkingu. Ég var stolt að hugsa til þess að þarna ætti ég heima. Hún Guðrún Gunnars á Stöð 2 hefði þurft að vera í vélinni. Hún gjörsamlega drullaði yfir Vestfirði í Íslandi í dag í fyrradag. Það var verið að sýna úr Nóa Albinóa, sem er að mestu leyti tekin upp í Bolungarvík. Sýnt var klip úr myndinni sem var tekið í kirkjugarðinum heima. Þó svo að baksýnin hafi kannski ekki verið svo sérstök mest allan tíman - bræðslan heima - þá sást nú alveg fallegt landslag og allt það. Hún frú Guðrún leyfði sér að koma því að að landslagið þarna væri nú ekkert sérstakt, hvort að það hjálpaði myndinni nokkuð að vera tekin upp þarna. Þvílíkur og annar eins dónaskapur!! Sem fjölmiðlamaður hefur hún að sjálfsögðu rétt á sínum skoðunum en þær á ekki að viðra svona í beinni útsendingu. Það þarf náttúrulega ekki að taka fram að þeir sem hún var að taka viðtalið við horfðu á hana hálf hissa eftir þessi ummæli og mótmæltu þeim og fréttamaðurinn sem var þarna með henni sagði nú að væntanlega hefðu áhorfendur á Vestfjörðum ekki verið ánægðir með þetta.. Þá flissaði hún bara eins og smástelpa, var ekkert að taka þetta til sín eða biðjast afsökunar.. Fólk er greinilega fífl á Íslandi í dag.
Jæja, var að koma frá bæklunarlækninum sem staðfesti það sem þið vitið öll - að ég er bækluð og ekkert við því að gera :p Er núna á leiðinni í klippingu og litun til hennar Guðnýjar minnar. Hún eflaust eftir að gera mig fína og sæta fyrir djammlífið í höfuðborginni ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli