Jæja, verður maður ekki að vera rosalega duglegur og segja eitthvað af viti hérna. Svona fyrst að Hjördís setti link hérna inn - án þess að síðan væri almennilega tilbúin.. Ef við náum að hittast einhvern tíman á MSN þá ætlar hún að hjálpa mér að setja upp gestabókina, teljara og allt svona sem mér skilst að sé algjört must á svona síðum. Ég sat lengi við tölvuna á föstudagskvöldið og reyndi að fikta mig fram úr þessu. Það eina sem ég fékk út úr því var að ég komst að því að skortur á tölvuáhuga skilar sér í því að maður kann ekkert á tölvur.. Go figure..
Núna er ég niðrí skóla og er að fara að hafa mig í að finna hlustun til að hafa annarsvegar á dönskuprófinu í 7.bekk og hinsvegar á dönskuprófinu í 8.bekk. Ég er alveg búin að sjá það út að það hafa verið nokkuð góðir dönskukennarar hérna. Allavegana hafa þeir samið nokkuð góð próf - sem kemur mér alveg rosalega vel! Ég þarf eiginlega að hafa mest fyrir enskuprófunum. En það er allt í lagi, ég er miklu betri í enskunni en dönskunni. Á morgun ætla ég mér að klára allan prófundirbúning. En þá tekur næsta skref við - sem er að fara yfir öll prófin.. Og undirbúa foreldraviðtölin náttúrulega. Ætla að vona að þau gangi vel! Ef að allt lukkast vel í vikunni gæti ég átt frí á næstu helgi! Það væri algjör lúxus, þá get ég farið að taka til og svona. Ég verð víst að viðurkenna að ég hef verið afskaplega löt við það síðan að mamma var hérna síðast :p En eins og einhver voðalega vitur sagði einhvern tíman þá hlífir rykið húsgögnunum..
Ef svo ólíklega vill til að það hafi farið fram hjá einhverjum sem þekkir mig þá er ég að fara suður 26. febrúar. Ég hlakka (sjáðu Hjördís hvað ég hef lært á því að vera kennari :p) alveg rosalega mikið til - og vil helst fá að hitta alla á djamminu!! Believe it or not en ég hef ekkert djammað síðan ég var í Reykjavík seinast.. sem var fyrir jólin.. En það var náttúrulega frekar mikið skrautlegt djamm :p Veitti ekki af smá djammpásu eftir það - og þá er hvergi betra að vera en í Bolungarvík... Engin hætta á að einhver dragi mann út á svaðalegt fyllerí, hvað þá að maður geri einhverja skandala..
En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað af viti hérna. Ætla víst ekki að vera hérna í allan dag..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli