24 febrúar 2003

Djö.. maður. Var búin að skrifa fullt, fór svo að fikta eitthvað og allt datt út. Þá er víst best að reyna að rifja upp hvað maður var að röfla... Hmm, ég fór að djamma á laugardaginn. Það var svaka stuð. Við vorum byrjaðar að djúsa kl 6. Það var fámennt en góðmennt í kennarapartýinu en það var samt drukkið aðeins. Sumir fóru mjög snemma heim af kvennakvöldinu allavegana.. Við hinar sem lifðum áfram fórum á ball á Ísafirði. Írafár var að spila. Þetta var fínt ball hjá þeim. Ég og Ella vorum samt eiginlega alveg búnar á því rúmlega 2. Bödda leist eitthvað illa á ástandið á okkur svo hann reddaði okkur fari heim og sagði okkur svo að við ættum að fara heim núna. Við vorum frekar dofnar greinilega því við stóðum bara upp og fórum í fatahengið og heim. Gærdagurinn var svo frekar mikið þunnur svo ekki sé nú meira sagt..

Það er kominn vetrarfrísfílingur í alla í skólanum. Allt voða rólegt eftir stressið undanfarnar vikur. En það er nú svosem ágætt ;) Maður byrjar bara á fullu með þau eftir fríið. Annars er nú voðalega lítið að frétta héðan. Það var skírt í gær og það var brúðkaup hérna á laugardaginn. Björg Hildur og Kobbi voru að skíra. Púkinn þeirra heitir Flosi Valgeir. Ása hennar Veigu var að gifta sig - man ekkert hvað maðurinn hennar heitir. Djammið fór allt vel fram, það var víst mikið stuð á ballinu eftir kúttmagann. Löggan hefur ekki tekið fleiri fyrir dópsölu eða neyslu þrátt fyrir að maður hefði haldið að það væri tilefni til þess. En löggan hér er alltaf jafn aktíf....

Jæja, ég ætla að fara að kíkja inn á kennarastofu. Það fer víst að byrja fundur. Alltaf jafn gaman á þeim :p

Engin ummæli: